27.03.2017 19:59

731. Reykjaröst KE 14. TFJN.

Reykjaröst KE 14 var smíðuð í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1945. Eik. 53 brl. 150 ha. Fairbanks Morse díesel vél. Eigandi var Röst h/f í Keflavík frá 8 júlí sama ár. Báturinn bar fyrst skráningarnúmerið GK 414, en 1 janúar 1950 fékk hann númerið KE 14. Ný vél (1954) 347 ha. Buda díesel vél. Seldur 12 október 1965, Ásgeiri h/f í Garði, hét Ásgeir Magnússon GK 60. Ný vél (1969) 350 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 27 september 1971, Hauki Guðmundssyni í Reykjavík, báturinn hét Grunnvíkingur GK 60 og var skráður í Sandgerði. Árið 1973 fær hann skráninguna GK 63. Frá 14 janúar 1974 heitir báturinn Grunnvíkingur HU 63 og er gerður út frá Blönduósi, sami eigandi. 17 apríl 1975 fær báturinn aftur skráninguna GK 63 og gerður út frá Sandgerði. 15 desember 1978 heitir báturinn Grunnvíkingur RE 163 og gerður út frá Reykjavík, sami eigandi áfram. Seldur 15 janúar 1990, Miðfelli h/f í Hnífsdal, hét Grunnvíkingur ÍS 163. Ný vél (1991) 408 ha. Caterpillar díesel vél, 300 Kw. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 9 nóvember árið 1994.

Reykjaröst KE 14.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.

Reykjaröst GK 414 nýsmíðuð á Ísafirði árið 1945.                                                    Mynd úr Ægi.

Reykjaröst KE 14. Líkan Gríms Karlssonar skipstjóra.                            (C) Þórhallur S Gjöveraa.

               Reykjaröst GK 414.

Í júlímánuði síðastliðnum hljóp nýr bátur af stokkunum í Skipasmíðastöð Marselliusar Barnharðssonar á Ísafirði. Fór bátur þessi þá þegar á síldveiðar. Bátur þessi heitir Reykjaröst og hefur einkennisstafina G. K. 414. Hann er 53 rúml. að stærð og hefur 150 hestafla Fairbank Morse vél. Eigandi Reykjarastar er hlutafélagið Röst í Keflavík. Framkvæmdastjóri þess er Margeir Jónsson, en skipstjóri á bátnum er Angantýr Guðmundsson.

Ægir. 1 september 1945.


Flettingar í dag: 656
Gestir í dag: 199
Flettingar í gær: 1749
Gestir í gær: 662
Samtals flettingar: 2030982
Samtals gestir: 519181
Tölur uppfærðar: 27.9.2020 07:45:57