11.04.2017 16:38

Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus húsi í Keflavík.

Hér eru nokkur málverk af íslenskum bátum og skipum sem hefur verið komið fyrir í gömlum stýrum af bátum, flest máluð af Gylfa Ægissyni að ég held. Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duushúsum á lokadaginn 11. maí 2002.  Þar má sjá rúmlega 100  líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík.  Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.  Sýningin er fyrst og fremst umgjörð um bátalíkönin en í gegnum þau ásamt fjölda mynda og muna frá Byggðasafni Reykjanesbæjar, er rakin saga sjávarútvegs á Íslandi.  


1471. Ólafur Jónsson GK 404.


221. Vonin KE 2.


1251. Knarrarnes KE 399.


419. Binni í Gröf KE 127.                                                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 499
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540563
Samtals gestir: 415928
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 17:04:14