29.04.2017 10:01

Qavak GR 2 1. OWPT.

Uppsjávarveiðiskipið Qavak GR 2 1 var smíðaður hjá Vakaru Baltijos í Klaipeda í Litháen og skipið síðan klárað hjá Karmsund Maritime Service A/S í Kopervik í Noregi árið 1999. 1.773 bt. 5.220 ha. MaK 8M32 díesel vél. Smíðanúmer 14. Hét fyrst Ventla H-40-AV og var í eigu Ventla A/S í Torangsvag í Noregi. Frá júlí 2013 hét skipið Ventla ll. Skipið var selt í febrúar 2015, Arctic Prime Fisheries ApS í Qaqortoq á Grænlandi, fékk nafnið Qavak GR 2 1. Skipið er búið að vera hér við land meira og minna síðan það var keypt til Grænlands og hefur legið oft mánuðum saman í Reykjavíkurhöfn. Qavak er nú í slippnum í Reykjavík.


Qavak GR 2 1 í Reykjavíkurhöfn.                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 21 júní 2015.


Qavak GR 2 1 við Grandagarð.                                                  Þórhallur S Gjöveraa. 21 júní 2015.


Qavak GR 2 1 í slippnum í Reykjavík.                                 (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 apríl 2017.


Qavak GR 2 1 í slippnum í Reykjavík.                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 apríl 2017. 
Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 1867972
Samtals gestir: 480269
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 10:22:36