05.05.2017 11:16

Við sjávarsíðuna á Norðfirði um miðja síðustu öld.

Hér eru nokkrar bryggjumyndir frá Norðfirði sem teknar eru af Birni Björnssyni ljósmyndara í Neskaupstað. Sú var tíðin að strandlengjan frá Neseyrinni og inn að Naustahvammi fyrir botni fjarðarins var þakin bryggjum, hver útgerð með sína eigin bryggju. Þá var mikið líf við sjávarsíðuna, annað en er í dag þegar öll fiskvinnsla er komin undir þak. Áður fyrr verkuðu útgerðarmennirnir oftast afla sinn á bryggjunum því annað var oftast ekki í boði. Sólþurrkaður saltfiskur, fiskaðgerð og margt fleira bar fyrir augu bæjarbúa og þótti sjálfsagt í þá daga.


Saltfiskur sólþurrkaður á Svavarsbryggju á Norðfirði um 1940.


Ráskorinn fiskur í herslu á bryggju á Norðfirði 1935-40.


Fiskur verkaður á planinu vestan Hafnarhússins í Neskaupstað árið 1954.


Sverrisbryggjan á Norðfirði. Í fjörunni má sjá saltfisk sólþurrkaðan. Myndin er tekin á árunum 1930-40.

Bryggjurnar í Neskaupstað sumarið 1939.
Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 699132
Samtals gestir: 52777
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:27:33