25.05.2017 20:21

Sævar NK 88.

Sævar NK 88 var smíðaður á Borgundarhólmi í Danmörku árið 1907. Eik og fura. 13 brl. 15 ha. Bolinder vél. Hét Hjálparinn ÁR 107 og eigandi hans var Einarshafnarverslun á Eyrarbakka frá árinu 1917. Báturinn var seldur árið 1919, Lárusi Halldórssyni, Bryngeiri Torfasyni og Guðmundi Gíslasyni í Vestmannaeyjum, hét Hjálparinn VE 232. Ný vél (1923) 30 ha. Alpha vél. Ný vél (1931) 30 ha. Bolinder vél. Árið 1937 var Bryngeir Torfason einn eigandi bátsins. Seldur 5 október 1939, Guðjóni Runólfssyni, Sigurði Ólafssyni og Þorsteini Jónssyni í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Seldur 21 júlí 1941, Ragnari Péturssyni útgerðarmanni og fyrrv. bæjarstjóra í Neskaupstað, báturinn hét Sævar NK 88. Báturinn var seldur til Færeyja 7 júlí árið 1945.


Sævar NK 88.                                                                                           (C) Björn Björnsson.
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1367
Gestir í gær: 170
Samtals flettingar: 1607921
Samtals gestir: 424515
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 01:41:59