13.07.2017 06:53

Einar þveræingur EA 537.

Einar þveræingur EA 537 var smíðaður af Steinþóri Baldvinssyni á Akureyri árið 1930. Eik og fura. 12 brl. 20 ha. Union vél. Eigendur voru Magnús Gamalíelsson og Guðbjartur Snæbjörnsson á Ólafsfirði frá 2 desember 1930. Ný vél (1939) 40 ha. Union vél. Báturinn var lengdur árið 1943 og mældist þá 18 brl. Báturinn brann og sökk út af Hraunhafnartanga 24 júlí árið 1947. Áhöfnin bjargaðist í nótabátinn og þaðan um borð í Gaut EA 669.


Einar þveræingur EA 537.                                                                     (C) Gunnar Óli Björnsson.


Einar þveræingur EA 537. Líkan Gríms Karlssonar skipstjóra.                     (C) Þórhallur S Gjöveraa.

        "Einar Þveræingur"brennur

Skipverjar á m.b. Einar Þveræingur, urðu að yfirgefa skipið er eldur kom upp í því seinnipart dags í gær. Einar Þveræingur (eldra skipið), var á siglingu út af Melrakkasljettu, er eldur kom upp í því. Breiddist hann óðfluga út og gátu skipverjar ekki við hann ráðið. Varð skipið alelda á tiltölulega skammri stundu og urðu skipverjar að yfirgefa skipið í nótabát sínum. Enginn þeirra mun hafa slasast, en giskað er á að áhöfnin hafi verið 8 til 10 menn. Frjett þessi barst til Morgunblaðsins skömmu áður en blaðið fór í pressuna og er því ekki kunnugt um hvað af skipverjum varð.

Morgunblaðið. 25 júlí 1947.

Útblástursrör kveikti í "Einari þveræing"

Nánari frjettir hafa nú borist af því, er mb. Einar Þveræingur brann og sökk út af Melrakkasljettu í fyrrakvöld. Báturinn sökk um kl. 1 í fyrrinótt um það bil 4 til 5 sjómílur út af Hraunhafnartanga. Einar Þveræingur var annar um nót við m.b. Gaut. Eldsupptök eru talin stafa frá útblástursröri vjelarinnar.

Morgunblaðið. 26 júlí 1947.

Flettingar í dag: 569
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 625
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 716957
Samtals gestir: 53310
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 21:42:21