19.08.2017 09:29

Vopnaðir breskir togarar á Norðfirði.

Á árum síðari heimstyrjaldarinnar voru vopnaðir breskir togarar algeng sjón á Íslandsmiðum og þá í fylgd skipalesta sem áttu leið yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Breski sjóherinn tók stóran hluta togaraflotans breska, í sína þjónustu sem tundurduflaslæðara og vopnuð fylgdarskip skipalestanna. Oft á tíðum leituðu þessir togarar hafnar hér á landi, enda landið hernumið af bretum á þessum tíma. Þessi mynd er tekin á Norðfirði sumarið 1940 af tveimur vopnuðum breskum togurum við bryggju. Einnig eru á myndinni tveir Norðfjarðarbátar, Sleipnir NK 54 við bryggjuna, smíðaður í Noregi árið 1926, 57 brl. Hann bar fyrst einkennisstafina SU 446 og var í eigu Verslunar Konráðs Hjálmarssonar á Norðfirði. Skipið fórst á milli Íslands og Englands 5 september 1961, hét þá Sleipnir KE 26. Áhöfnin, 6 menn var bjargað um borð í breska tundurspillirinn Ketchner. Magni NK 68, í fjörunni, var smíðaður í Molde í Noregi árið 1935, 16 brl. Magni fórst í róðri í Faxaflóa 9 febrúar árið 1946. Fjórir menn fórust en einum manni var bjargað um borð í vélbátinn Barðann TH 243 frá Húsavík.


Vopnaðir breskir togarar og Sleipnir NK 54 við bryggju og Magni NK 68 í fjörunni. (C) Björn Björnsson.
Flettingar í dag: 1140
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 721037
Samtals gestir: 53532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:32:49