27.08.2017 08:33

2891. Kaldbakur EA 1. TFCD. Skipinu formlega gefið nafn.

Kaldbakur EA 1 var smíðaður hjá Cemre Shipyard Yalova í Istanbúl í Tyrklandi árið 2017 fyrir Útgerðarfélag Akureyringa ehf á Akureyri. 2.080 bt. Í gær var Kaldbak formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn á Akureyri. Einnig var gestum og gangandi boðið að skoða skipið og í framhaldi af því var boðið til veitinga í sal Frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa. Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sendi mér nokkrar myndir af athöfninni. Þakka ég honum greiðann og afnot myndanna. Einnig óska ég áhöfn, útgerð og öllum Akureyringum til hamingju með þetta glæsilega skip.


2891. Kaldbakur EA 1 við bryggju á Akureyri.                               (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2891. Kaldbakur EA 1.                                                                    (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja gefur skipinu nafn. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Kampavínið freyðir við kinnung skipsins.                                       (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Sigtryggur Gíslason skipstjóri í hópi áhorfenda.                             (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson,


Að athöfn lokinni. Einn ónafngreindur með blómvönd og Sigtryggur skipstjóri með gjöf í fanginu.
(C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Gamli og nýi tíminn saman á pollinum.                                  (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


     Kald­bak form­lega gefið nafn

 Kald­baki EA-1, hinu nýja skipi Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, verður form­lega gefið nafn við hátíðlega at­höfn á morg­un, laug­ar­dag. Hefst at­höfn­in klukk­an 14 á Tog­ara­bryggj­unni við út­gerðina. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja, en þar seg­ir að eft­ir at­höfn­ina á bryggj­unni verði boðið upp á veit­ing­ar í mat­sal ÚA.
"Þar fer fram af­hend­ing gjaf­ar úr Sam­herja­sjóðnum af þessu til­efni. Einnig minn­umst við þess að 70 ár eru liðin frá því Kald­bak­ur, fyrsta skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til lands­ins og að 60 ár eru liðin frá því að frysti­hús ÚA var tekið í notk­un," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

"All­ir eru hjart­an­lega vel­komn­ir."

mbl.is 25 ágúst 2017.
Flettingar í dag: 1473
Gestir í dag: 304
Flettingar í gær: 687
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 1861552
Samtals gestir: 478876
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 20:24:55