06.09.2017 22:27

Önundarfjörður.

Þessi mynd er tekin á Önundarfirði, fjallið Þorfinnur til hægri handar, hátt, bratt og tignarlegt. Togararnir leituðu oft hafnar á Vestfjörðum, til að fá gert við ef bilerí kom upp eða að fá aðra þjónustu sem þeir þurftu á að halda. Einnig leituðu þeir þangað í var undan vondum veðrum, enda firðirnir skjólgóðir undan norðan og norðvestan óveðrum. Halaveðrið mikla í febrúar árið 1925 færði mönnum heim þá staðreynd að togararnir, hversu stórir sem þeir væru, gætu hæglega farist á rúmsjó. Eftir Halaveðrið varð mönnum ljóst og þá sérstaklega skipstjórum togaranna, að viturlegra væri að leita vars upp við landið en að halda sjó á rúmsjó í óveðrum. Togarinn sem ber í fjallið Þorfinn, og er á útleið, er að ég held örugglega Beverley smíð. Nokkuð viss um að þetta er togarinn Venus GK 519 frá Hafnarfirði.


Togari á útleið frá Flateyri í Önundarfirði.                         Ljósmyndari óþekktur. Mynd úr safni mínu.


Stækkuð mynd. Sé ekki betur en að þetta sé Venus HF 519 frá Hafnarfirði.
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2197
Gestir í gær: 271
Samtals flettingar: 1777803
Samtals gestir: 459657
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 00:27:31