16.09.2017 10:45

B. v. Júlí GK 21. TFVD.

Júlí GK 21 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1947 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. 657 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Skipinu var hleypt af stokkunum 24 janúar sama ár og kom hann til heimahafnar, Hafnarfjarðar hinn 16 nóvember 1947. Benedikt Ögmundsson var fyrsti skipstjóri á Júlí og kom hann jafnframt með togarann heim. Benedikt var áður skipstjóri á Maí. Fyrsti stýrimaður var Árni Sigurðsson og fyrsti vélstjóri var Bjartur Guðmundsson. Júlí var fyrsti Nýsköpunartogari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Togarinn fórst á Nýfundnalandsmiðum 8 febrúar árið 1959 með allri áhöfn, 30 mönnum. Hörmulegt sjóslys.


B.v. Júlí GK 21.                                                                            Málverk eftir George Wisemann.


Júlí GK 21 í Reykjavíkurhöfn í togaraverkfallinu árið 1950. Innan við júlí má sjá í Egil rauða NK 104, togara Bæjarútgerðar Neskaupstaðar.            (C) Hannes Pálsson.


B.v. Júlí GK 21.                                                                              (C) Sigurgeir B Halldórsson.


B.v. Júlí GK 21 í Færeyingahöfn á Grænlandi.                                       (C) Árni Einarsson.

          Tvö ný skip bættust við íslenska                              skipastólinn um helgina

Tvö ný og glæsileg skip bættust í íslenzka skipaflotann um helgina. Nýsköpunartogarinn Júlí kom til Hafnarfjarðar á sunnudaginn og nýja kæliskipið Foldin kom til Reykjavíkur í gærmorgun.
Áður í þessum mánuði höfðu komið nýsköpunartogarinn Askur og vitaskipið Hermóður. Von er á fleiri nýsköpunartogurum í næsta mánuði. Júlí er fimmtándi nýsköpunartogarinn, sem kemur á þessu ári. Áður voru komnir: Akurey, Askur, Bjarni Ólafsson, Bjarni riddari, Egill rauði, Egill Skallagrímsson, Elliðaey, Elliði, Geir, Helgafell, Hvalfell, Ingólfur Arnarson, Kaldbakur og Surprice. Júlí er fyrsti  nýsköpunartogarinn sem Bæjarútgerð Hafnarfjarðar eignast.

Þjóðviljinn. 18 nóvember 1947.

Flettingar í dag: 1515
Gestir í dag: 387
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963967
Samtals gestir: 497381
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 14:04:54