19.09.2017 19:51

B. v. Apríl RE 151. LBMT.

Botnvörpungurinn Apríl RE 151 var smíðaður hjá Smith´s Dock Co Ltd í Middlesbrough á Englandi árið 1912 fyrir h/f Ísland (Íslandsfélagið) í Reykjavík. 295 brl. 510 ha. 3 þennslu gufuvél. Skipið kom til landsins í ágústmánuði það ár og fór strax á veiðar. Skipstjóri var Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) og svo tók seinna við skipstjórn á Apríl, Þorsteinn Þorsteinsson, kenndur við Bakkabúð og seinna kenndur við Þórshamar. Apríl var einn af þeim tíu togurum sem seldir voru til Frakklands árið 1917.


B.v. Apríl RE 151.                                                                                         Ljósmyndari óþekktur.


B.v. Apríl RE 151 á Reykjavíkurhöfn. Hafnarframkvæmdir í fullum gangi.       Mynd á gömlu póstkorti.


Hlutabréf í Íslandsfélaginu.

          Botnvörpungurinn Apríl

Apríl heitir nýjasta viðbótin við botnvörpuflota Reykjavíkur. Skipið nýsmíðað, í Middlesbrough á Englandi. Það er 295,19 smál. brt. og er á stærð við þá Baldur og Braga, Thorsteinsons-botnvörpungana. Hefir kostað 165 þús. kr. Íslandsfélagið er eigandi skipsins. Skipstjóri er Hjalti Jónsson, stýrimaður Þorgrímur Sigurðsson og vélameistari Ólafur Jónsson.

Ísafold. 31 ágúst 1912.

   Botnvörpungurinn Apríl sektaður 

Í gær um miðjan dag kom botnvörpungurinn Apríl hingað til þess að láta sekta sig fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Valurinn hafði tekið hann fyrir utan Ólafsvík í landhelgi og falið Hjalta skipstjóra að fara með kæruna hingað, var hann sektaður um 1000 kr. og veiðarfæri gerð upptæk.

Ísafold. 6 nóvember 1912.

Flettingar í dag: 587
Gestir í dag: 190
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1956395
Samtals gestir: 495303
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 03:51:25