30.09.2017 21:56

B. v. Garðar GK 25 á síldveiðum.

B.v. Garðar GK 25 á síldveiðum um miðjan 4 áratuginn. Togarinn liggur hér við ankeri, sennilega á Húnaflóa. Skipverjar hafa lokið við að háfa úr nótinni og eru að koma henni í nótabátanna og gera klárt fyrir næsta kast. Skipið orðið vel hlaðið að sjá, kannski eitt kast í viðbót og þeir komnir með fullfermi. Síðan haldið til hafnar, trúlega inn á Reykjarfjörð og landað í Djúpavík. Garðar var smíðaður hjá Smith´s Dock Co Ltd. South Bank í Middlesbrough á Englandi árið 1930 og var þá stærsti togari Íslendinga, 462 brl og var í eigu Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði. Skipstjóri á Garðari var Sigurjón Einarsson sem ætíð var í fremstu röð aflamanna og brautryðjandi ýmissa nýjunga og gætinn skipstjórnarmaður. Örlög Garðars urðu dapurleg. Hann var sigldur niður undan ströndum Skotlands 21 maí árið 1943. 3 menn fórust en 10 björguðust í skipsbát og var bjargað þaðan um borð í árekstrarskipið sem var Miguel de Larrinaga frá Liverpool.
B.v. Garðar GK 25 á síldveiðum.                                                                (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Garðar GK landar síld í Djúpavík á stríðsárunum.                                        (C) Sigurjón Vigfússon.
Flettingar í dag: 2197
Gestir í dag: 271
Flettingar í gær: 604
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1777753
Samtals gestir: 459640
Tölur uppfærðar: 24.2.2020 23:59:05