14.10.2017 07:59

1302. Guðbjartur ÍS 16. TFGP.

Guðbjartur ÍS 16 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1973 fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtangann hf á Ísafirði. 407 brl. 1.752 ha. Wichmann díesel vél, 1.288 Kw. Kom fyrst til heimahafnar 21 mars sama ár. Togarinn var seldur til Álasunds í Noregi 6 febrúar árið 1996.


1302. Guðbjartur ÍS 16.                                                                                     (C) Snorri Snorrason.


Fyrirkomulagsteikning af Guðbjarti og hinum fimm norsku togurunum.                       Úr safni mínu.

           Nýr skuttogari væntanlegur til                                 Ísafjarðar í gær

         Smíðaður í Flekkefjord í Noregi

Annar af sex skuttogurum, sem Íslendingar eru að lála byggja í Noregi, var afhentur í Fiekkefjord í siðustu viku og er hann væntanlegur til Ísafjarðar á þriðjudaginn, í dag. Þetta skip er eign hraðfrystihússins Norðurtanga h.f. á Ísafirði, og hlaut nafnið "Guðbjartur" ÍS-16. Er þetta þriðja skípið, sem Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. lætur byggja í Flekkefjord í Noregi. Hin skipin eru Víkingur III og Guðbjartur Kristján. Skipstjóri á m.s. Guðbjarti verður Hörður Guðbjartsson. M.s. Guðbjartur er 46,50 metrar á lengd, 9,50 metrar á breidd og mældist 407 brúttólestir. Við byggingu skipsins hefir verið lögð sérstök áherzla á góða og þægilega vinnuaðstöðu í skipinu, við sjálfar veiðarnar, aðgerðina og alla meðferð á fiskinum. Í skipinu eru 4 blóðgunarker og góð aðstaða til slægingar á fiskinum, fiskþvottavél og færiband, sem flytur fiskinn fram í lest. Allur fiskurinn er ísaður í kassa og standa þeir á pöllum í lestinni, til þess að auðvelda löndun aflans, en aflanum er landað á sérstökum löndunarkrana, sem er í skipinu.
Skipið er búið sérstakri ísvél, sem framleiðir 6-7 lestir af ís á sólarhring, og er ísnum blásið í kassana, sem sparar mikla vinnu í lestinni. Lestin sjálf er loftkæld. Aðalvél skipsins er 1750 ha Wichmann-vél, og er ganghraði skipsins um 13,5 sjómílur, en auk þess er skipið búið tveimur 220 ha GM-Ijósavélum. Skipið er byggt til veiða bæði með botn og flottrolli, og er að sjálfsögðu hægt að stjórna öllum vindum skipsins frá brúnni. Aðaltogvindan er af Brusselle-gerð, og er húm rafdrifin, en aðrar vindur skipsins eru olíudrifnar. Sérstök vinda er aftan við stýrishúsið, sem flottrollið er undið upp á og tekur því aðeins nokkrar mínútur að skipta á botntrollinu og flottrollinu. Öll siglingar og fiskileitartæki skipsins eru af nýjustu gerð, og eru fiskileitartækin öll frá Furuno í Japan. Vistarverur eru í skipinu fyrir 17 menn, en gert er ráð fyrir 15 manna áhöfn. Í skipinu hefir verið komið fyrir sérstökum veltitönkum, sem draga mjög úr veltu skipsins, og til þess að nýta sem bezt allan afla, sem á skipið kemur, hefir einnig verið komið fyrir sérstökum tönkum fyrir lifur og úrgang.
M.s. Guðbjartur er systurskip Júlíusar Geirmundssonar, sem kom til Ísafjarðar nokkru fyrir áramótin í vetur, en ýmsar breytingar hafa verið gerðar á m/s Guðbjarti með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hefir af útgerð m/s Júlíusar Geirmundssonar á þessu tímabili. Allt eftirlit með byggingu skipanna í Noregi fyrir hönd útgerðarfélaganna hefir Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur, frá Ísafirði, haft á hendi. Þriðja skipið frá Noregi verður væntanIega afhent um miðjan maí. Er það m /s Bessi, sem fer til Súðavíkur. Fjórða skipið fer til Þingeyrar, fimmta til Dalvíkur og sjötta til Ísafjarðar.

Morgunblaðið. 21 mars 1973.

          Breskur togari hindrar veiðar                            Guðbjarts við Surtsey

Í fyrstu sjóferð sinni í mars 1973 var togarinn Guðbjartur ÍS 16 að veiðum suður af Surtsey. Þar voru þá einnig tólf breskir togarar að veiðum. Varðskipið Ægir stuggaði við þessum bresku togurum, sem svöruðu með því að reyna að sigla á varðskipið. Varðskipsmenn skutu þá einu kúluskoti fyrir framan einn togarann og hættu þeir þá veiðum og ásiglingartilraunum í bili. Þegar þeir hófu veiðar á ný, klippti varðskipið Ægir á báða togvíra eins togarans.
Morguninn eftir gerði breski togarinn St. Leger H 178 ítrekaðar tilraunir til að slíta vörpuna aftan úr Guðbjarti með akkeri sem hann dró á eftir sér. Þetta gerðist allt á svipuðum slóðum, 16-17 sjómílur suður af Surtsey. Hörður Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjarti, hafði þá samband við skipherrann á Ægi, og segist honum svo frá þessum atburði í minningabók sinni, Guðmundur skipherra Kjærnested:
"Þarna voru fleiri breskir togarar, sem gerðu aðsúg að Guðbjarti, m.a. togarinn Jacenta FD 159. Þarna var orðið mjög alvarlegt ástand. Lét ég þá skjóta fimm púðurskotum að þessum togurum og bægði þeim frá Guðbjarti. Við sveimuðum svo um svæðið og litlu síðar klipptum við vörpuna frá St. Leger. Skipstjórinn var draugfullur og röflaði í talstöðina."
Guðbjartur lauk þessari sögulegu sjóferð fyrir sunnan land.

Frá línuveiðum til togveiða.
Jón Páll Halldórsson. 1999.

        Guðbjartur seldur til Noregs

Togarinn Guðbjartur ÍS 16, sem verið hefur í eigu Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á Ísafirði, hefur verið seldur til Noregs. Togarinn hefur verið í eigu Norðurtangans frá 21. marz 1973.
Skipið hélt frá Ísafirði á þriðjudag áleiðis til Hafnarfjarðar, þar sem það var tekið í slipp til skoðunar. Áætlað var að skipið héldi til Noregs í gær, fimmtudag, og mun það verða gert út frá Álasundi í framtíðinni. Fiskaði alls um 88.000 tonn.
Hörður Guðbjartsson, sem hefur verið skipstjóri á Guðbjarti frá því hann kom til landsins fyrir 23 árum, siglir togaranum til Noregs. Verður þetta síðasta ferð Harðar sem skipstjóri, því hann lét formlega af störfum um síðustu áramót. Að sögn Hans W. Haraldssonar hjá Norðurtanganum var Guðbjrtur mjög gott og farsælt skip, sem skilaði um 88.000 tonnum að landi meðan það var í eigu fyrirtækisins.

Morgunblaðið. 26 janúar 1996.


Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 697996
Samtals gestir: 52755
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:56:50