20.10.2017 18:07

594. Hvanney SF 51. TFPR.

Vélskipið Hvanney SF 51 var smíðuð hjá Landsmiðjunni í Reykjavík árið 1947. Eik. 65 brl. 193 ha. Allen díesel vél. Eigandi var Borgey h/f á Höfn í Hornafirði frá 16 júlí 1947. Ný vél (1957) 300 ha. Lister díesel vél. Ný vél (1968) 450 ha. Wichmann díesel vél. Seldur 4 mars 1969, Sigurði Erling Péturssyni og Gunnari Ólafssyni í Vestmannaeyjum, hét Eyjaver VE 111. Seldur 24 febrúar 1976, Björgvin Ármannssyni, Ingvari Björgvinssyni og Hlyni Ingólfssyni í Vestmannaeyjum, hét Bugur VE 111. Seldur 1979, Sigurði Erling Péturssyni (fyrri eiganda) í Vestmannaeyjum. Báturinn var talinn ónýtur og tekin af skrá 20 desember árið 1979. Bátnum var svo sökkt við Vestmannaeyjar.


Hvanney SF 51. Liggur hér við Miklagarð á Höfn í Hornafirði.                Ljósmyndari óþekktur.


Hvanney SF 51 á siglingu inn Eskifjörð.                                                         (C) Vilberg Guðnason.


Hvanney SF 51 á siglingu á Eskifirði.                                                          (C) Vilberg Guðnason.


Áhöfnin á Hvanney SF 51 að landa síld á Raufarhöfn.                            Ljósmyndari óþekktur.

           V.b. Hvanney SF 51

                               Hvanney, nýr bátur kom frá Skipanausti við Elliðaárvog.
                                                                             
                                Morgunblaðið. 15 júlí 1947.

     Eldur í vélbátnum Hvanney SF

Í morgun kviknaði í vélbátnum Hvanney, þar sem hann lá við bryggju hér í Höfn. Veður hafði verið óskaplegt hér í nótt og í morgun, eldur var látinn lifa í kabyssu bátsins, en enginn maður um borð. Kviknaði svo í út frá kabyssunni og tók það slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Allt brann innan úr lúkarnum og eins skilrúmið milli lúkars og lestar. Er fyrirsjáanlegt að báturinn verður ekki róðrarhæfur í langan tíma. Ekki brann í gegnum byrðing, þannig að hægt verður að sigla bátnum til viðgerðar.
Hvanney er 67 tonna bátur, smíðaður úr eik í Reykjavík árið 1947. Hann er eign Borgareyjar h.f. í Hornafirði. Hann hefur róið héðan með línu.

Alþýðublaðið. 14 febrúar 1965.

       Hvanney SF 51 seld til Eyja

Erling Pétursson skipstjóri og Gunnar Ólafsson frá Gilsbakka hafa fest kaup á Hvanney frá Hornafirði. Hvanney er 67 smálesta bátur. Báturinn verður gerður út á botnvörpuveiðar.

Fylkir. 21 febrúar 1969.

Flettingar í dag: 647
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 666
Gestir í gær: 196
Samtals flettingar: 1962301
Samtals gestir: 496948
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 16:21:45