23.10.2017 11:10

Bolli ÍS 125.

Bolli ÍS 125 var smíðaður í Farsund í Noregi árið 1894 fyrir Ásgeirsverslun á Ísafirði. Eik og fura. 14 brl. Vélarlaus. Skráður sem seglskip 20 júlí sama ár. Seldur í desember 1918 þegar Ásgeirsverslunin hætti rekstri, Hinum sameinuðu verslunum á Ísafirði. Árið 1920 var sett 50 ha. Bolinder vél í bátinn. Árið 1931 (1926, heimild fyrir því) er Marselíus Bernharðsson eigandi Bolla. Seldur 5 október 1932, Grími Jónssyni í Súðavík. Báturinn var endurbyggður og lengdur árið 1935, mældist þá 16 brl. Seldur 3 janúar 1936, Björgvin Stefánssyni á Akranesi, virðist ekki hafa verið umskráður. Seldur 2 október 1941, Sigurði Sigurjónssyni og Guðjóni Karlssyni í Vestmannaeyjum, hét Bolli VE 332. Ný vél, 60 ha. Skandia vél var sett í bátinn, einhverntímann á árunum milli 1940 og 50. Seldur 9 maí 1945, Sigurbergi Höjgaard á Vopnafirði, hét Bolli NS 8. Báturinn sökk og eyðilagðist í desember árið 1950. Mannbjörg varð.


Bolli ÍS 125 á fjörukambi á Ísafirði.                                                         Ljósmyndari óþekktur.


Skipshöfnin á Bolla um árið 1915.                                                        Ljósmyndari óþekktur.


Bolli ÍS 125, líkan Jóns B Guðjónssonar á Ísafirði.                                                           (C) bb.is

                "Árnapungarnir"

Bolli var af þeirri tegund báta sem kallaðir voru Árnapungar, í höfuðið á Árna Jónssyni sem var verslunarstjóri í Ásgeirsversluninni á Ísafirði. Og einnig af því að þeir voru svo breiðir, en orðið pungapróf, er einmitt dregið af Árnapungunum. Ásgeirsverslun keypti báta með þessu lagi bæði frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en þeir voru vélarlausir.

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 666
Gestir í gær: 196
Samtals flettingar: 1962222
Samtals gestir: 496936
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 15:02:59