B. v. Ólafur RE 7. LBCT / TFLD."/>

02.11.2017 17:22

B. v. Ólafur RE 7. LBCT / TFLD.

Botnvörpungurinn Ólafur RE 7 var smíðaður hjá Koopman Skipasmíðastöðinni í Dordrecht í Hollandi árið 1926 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Sleipni í Reykjavík. Hét fyrst Glaður RE 248. 339 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. 42,92 x 7,22 x 3,98 m. Smíðanúmer 99. Seldur sama ár, H.P. Duus í Reykjavík, fær nafnið Ólafur RE 7. Seldur í janúar 1929, h/f Alliance í Reykjavík. Togarinn fórst á Halamiðum, 2 nóvember 1938 með allri áhöfn, 21 manni.
Mikil leit var gerð af togaranum í marga daga, en hún varð árangurslaus og hann talin af.

B.v. Ólafur RE 7.                                                      (C) Guðbjartur Ásgeirsson.




B.v. Ólafur RE 7 að veiðum.                                                            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

 

                      Togarinn Ólafur, ekkert heyrst
                 frá honum í 3 daga

Ekkert hefir spurst eða heyrst til togarans Ólafs síðan aðfaranótt miðvikudags, og er því farið að undrast um hann. Hefir fjeagið Alliance spurst fvrir um togarann hjá skipum og í landi, en engar fregnir fengið af honum. Ólafur var á veiðum vestur á Halamiðum, ásamt fleiri togurum. Aðfaranótt miðvikudags og á miðvikudag gerði storm þar á miðunum, svo verið getur að loftskeytaútbúnaður Ólafs hafi þá bilað og það sje ástæðan til þess, að ekkert hefir heyrst frá honum síðan. Mun Allianee gera allt sem mögulegt er til þess að fá fregnir af togaranum, m. a. munu 9 togarar, sem eru á þessum slóðum, ásamt Óðni og Sæbjörgu, hefja leit að skipinu. Einnig er í ráði að Ægir fari að leita, en hann er væntanlegur hingað snemma í dag með enska togarann „Lincolnshire", sem strandaði á dögunum, og Ægir náði út.

Morgunblaðið. 5 nóvember 1938.

 

B.v. Ólafur RE 7 fjær og Garðar GK 25 að landa síld á Djúpavík. (C) Sigurjón Vigfússon.

 

 

                                          B.v. Ólafur talinn af
            Með skipinu fórst 21 maður

Leitin að botnvörpungnum Ólafi var að mestu leyti hætt í gær, enda var það kunnugra manna mál, þeirra er voru á sömu slóðum og Ólafur í óveðrinu, að lítil von væri um að skipið væri ofansjávar. Skipshöfnin á Ólafi var 20 manns og skipstjóri sá 21. Þessir menn láta eftir sig 13 ekkjur og 18 börn 15 ára og yngri:
Sigurjón Mýrdal skipstjóri, Baldursgötu 31, f. 2. mars 1890 að Bakkakoti í Gerðahreppi. Heima í Reykjavík síðan 1932. Kona hans : Steinunn. Börn þeirra : 21, 19, 17, 15 og 12 ára.
Gísli Erlendsson 1.stýrim., Ásvallagötu 10 A, f. 20. júní 1907 í Reykjavík. Kona hans: Ásta Guðríður Tómasdóttir.
 Guðmundur Þorvaldsson 2. stýrimaður, Grettisgötu 2 A, f. 14. des. 1906 í Reykjavík. Ókvæntur. Uppeldissonur Jóns Sigurðssonar framkvæmdastj.
Ólafur Pjetursson bátsmaður, Lokastíg 2, f. 25. nóv. 1889 í Reykjavík. Kona hans: Þórunn Sigurfinnsdóttir. Börn þeirra: 21 og 18 ára. Tengdafaðir 79 ára.
Jón Hjálmarsson 1. vjelstjóri, Sólvallagötu 18, f. 1. okt. 1889 að Stakkadal í Sljettuhreppi. Heima í Reykjavík síðan 1911. Kona hans: Elísabet Sigfúsdóttir. Börn þeirra: 22, 20 og 18 ára.
Halldór Lárusson 2. vjelstjóri, Ránargötu 11, f. 9. okt. að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Heima í Reykjavík síðan 1918. Kona hans: Hrefna Lea Magnúsdóttir, Barn þeirra: 3ja ára og á 1. ári.
Kristján Eyjólfsson loftskeytamaður, Þórsgötu, 7 A, f. 11. sept. 1913 að Miðhúsum í Reykhólahreppi. Heima í Reykjavík frá 1915. Hjá foreldrum sínum, Önnu Árnadóttur og Eyjólfi Guðmundssyni.
Sigurður Árni Guðmundsson matsveinn, Sólvallagötu 18, f. 8. sept. 1907 að Vörum í Gerðahreppi. Heima í Reykjavík frá 1920. Kona hans: Jóhanna K;O. Guðmundsdóttir. Börn þeirra: 3ja ára og á 1. ári. Bárður Lárussan kyndari, Vesturgötu 66, f. 7. maí 1902 í Reykjavík Bjó hjá móður sinni, Arnbjörgu Einarsdóttur ekkju. (Bróðir Halldórs 2. vjelstjóra).
Björn Friðriksson. kyndari, Þvergötu 3; f. 22. júní 1910 að' Stóra Ósi í Ytri-Torfustaðahreppi. Heima í Reykjavík frá 1937. Sonur Friðriks Arnbjarnarsonar hreppstj., Stóra-Ósi.
Halldór Vilberg Júlíus Jónsson bræðslum., Baldursgötu 31, f. 26. des. 1905 í Winnipeg. heima í Reykjavík síðan 1929.
Friðleifur Samúelsson háseti, Grettisgötu 10, f. 4. mars 1896 að Bæ í Miðdölum. Heima í Reykjavík síðan 1922. Bjó með Jónu Bjarneyju Ólafsdóttur. Eftirlátin börn eru,- 13, 11, 9, 7 og 3ja ára. Guðmundur Elentínus Guðmundsson háseti, Lindargötu 38, f. 16. mars 1917 að Helgastöðum í Gerðahreppi. Heima í Reykjavík frá 1921. Hjá foreldrum sínum, Guðmundi T. Helgasyni og Sesselju Árnadóttur, (Bróðir Sigurðar, er var matsveinn).
Guðmundur Magnússon háseti, Kirkjustræti 4, f. 23. okt. 1899 að Hrauni í Ölfusi. Heima í Reykjavík frá 1920.
Guðmundur Sigurðsson háseti, Langeyrarvegi 10, Hafnarfirði, f. 24. júní 1894 að Teigabúð á Akranesi. Kona hans, Hrefna Jónsdóttir. Eitt barn 15 ára og móðir á áttræðisaldri á Akranesi, sem missti annan son sinn í sjóinn á sömu slóðum af „Fieldmarshal Robertson" árið 1925.
Guðmundur Þórarinsson háseti, Bárugötu 38, f. 6. ágúst 1900 í Reykjavík. Kona hans: Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Börn þeirra: 8, 6 og 4ra ára.
Guðni Ólafsson háseti, Barónsstíg 21, f. 9. febrúar 1894 að Ytra- Hóli , í Vestur-Landeyjum. Heima í  Reykjavík síðan 1921. Bjó hjá móður sinni 83ja ára.
Lárus Björn Berg Sigurbjörnsson háseti, Njarðargötu 41, f. 17. des. 1909 að Höfða í Mýrarhreppi, Dýrafirði. Heima í Reykjavík síðan 1919. Kona hans, Sveinsína Guðrún Jóramsdóttir. Barn 5 ára.
Óskar Gísli Halldórsson háseti, Hringbraut 178, f. 17. júní 1903 að Klöpp á Akranesi. Heima í Reykjavík síðan 1904. Kona hans: Guðrún Ágústa Erlendsdóttir.
Sigurjón Ingvarsson háseti, Aðalstræti 9, f. 7. júuí 1912 í Reykjavík. Bjó með Gunnhildi Árnadóttur. Barn 2ja ára.
Sveinn Helgi Brandsson háseti, Lindargötu 20, f. 9. ágúst 1905 að Ísólfsskála í Grindavík. Heima í Reykjavík síðan 1930. Kona hans: Pálína Sigríður Vigfúsdóttir. Barn 9 ára.
T ogarinn „Ólafur“ var með yngstu skipum togaraflotans, eða 12 ára gamall, byggður í Dordricht í Hollandi fyrir hlutafjelagið „Sleipnir". Fullgert var skipið árið 1926 og hjet þá „Glaður". Sleipnir seldi togarann verslun H. P. Duus sama ár og var hann þá skírður um og nefndur „Ólafur". Í ársbyrjun 1929 keypti Alliance h.f. togarann, og hefir hann verið í fjelagsins eign síðan. „Ólafur" var sterkt skip og vel við haldið, eins og öllum skipum Alliance. B.v. „Ólafur" var 339 smálestir brúttó að stærð og 42.9 metrar að lengd.

Morgunblaðið. 8 nóvember 1938.

Flettingar í dag: 572
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698111
Samtals gestir: 52756
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:08:45