26.12.2017 16:47

2895. Viðey RE 50. TFJI.

Viðey RE 50 var smíðuð hjá Celiktrans Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi árið 2017 fyrir H.B. Granda h/f í Reykjavík. 1.827 bt. 2.445 ha. MAN B&W 6L27/38, 1.799 Kw. Smíðanúmer CS 50. Skipið er hannað af Nautic, Skipahönnun og ráðgjöf í Reykjavík. Viðey kom til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur á vetrarsólstöðum, hinn 21 desember síðastliðinn. Móttökuathöfn var haldin daginn eftir út í Örfirisey, og við það tækifæri var skipinu formlega gefið nafn. Viðey er glæsilegt skip eins og systurskip hennar sem þegar eru komnar til landsins, Engey RE 91 og Akurey AK 10. Óska eigendum og áhöfn til hamingju með nýja skipið og velfarnaðar í framtíðinni.
Skipstjóri á Viðey er Jóhannes Ellert Eiríksson, sem áður var skipstjóri á Ottó N Þorlákssyni RE 203, en hann verður væntanlega seldur á næstunni. Áhöfnin á Ottó mun fylgja skipstjóra sínum á hið nýja og glæsilega skip.


2895. Viðey RE 50 við bryggju í Örfirisey í dag.


2895. Viðey RE 50.


2895. Viðey RE 50.


2895. Viðey RE 50 og Höfrungur í Örfirisey.


2895. Viðey RE 50 við bryggju í Örfirisey.                       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 26 desember 2017.


     Móttökuathöfn Viðeyjar RE 50 í dag

Í dag var haldin móttökuathöfn vegna komu ísfisktogarans Viðeyjar RE 50 til landsins, en Viðey leysir Ottó N. Þorláksson af hólmi eftir tæplega 40 ára dygga þjónustu. Athöfnin fór fram í heimahöfn skipsins við Reykjavíkurhöfn kl.14:00. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, bauð gesti velkomna og fjallaði um mikilvægi endurnýjunar flotans fyrir félagið ásamt því að hann þakkaði því góða fólki sem einna helst hefur unnið að smíði skipsins.
Krisján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði einnig gesti móttökunnar og fjallaði meðal annars um það að íslenskur sjávarútvegur hafi snúið vörn í sókn. Hann lagði áherslu á það hversu mikill ávinningur það er að fá ný skip með framúrskarandi tækni og tækjabúnað á millidekkjum og í lestarkerfum sem byggir á íslensku hugviti og ekki hvað síst á reynslu sjómanna. Meðferð aflans verði  mun betri og aðbúnaður áhafnar eins og best verður á kosið. Síðast en ekki síst sé Viðey, ásamt systurskipum hennar, Engey og Akurey, mun umhverfisvænni en þau eldri og að breytingunni megi líkja við byltingu. Hann óskaði HB Granda til hamingju með Viðey og sagði skipið vera góðan vitnisburð um þann kraft og sóknarhug sem einnkennir HB Granda og um leið íslenskan sjávarúteg um þessar mundir. 
Karlakór Reykjavíkur söng síðan lag fyrir gesti og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar óskaði félaginu til hamingju og nefndi í ávarpi sínu hversu vel við hæfi það væri að fá þrjú ný skip í Reykjavíkurhöfn á 100 ára afmæli gömlu hafnarinnar. Hún nefndi einnig mikilvægi sjávarútvegs í áranna rás og að sjávarútvegurinn muni áfram vera ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Að lokum afhenti hún Ella skipstjóra og áhöfn skipsins gjöf í tilefni komu skipsins.
Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu síðan formlega nafn og Sr. Hjálmar Jónsson blessaði skipið. Eftir blessunina söng karlakórinn að nýju. Í lok athafnarinnar gafst gestum kostur á að skoða skipið og þiggja veitingar um borð undir ljúfum harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur.

Vefsíða H.B. Granda hf. 22 desember 2017.


            Þriðja systirin komin heim

Vel var tekið á móti nýj­um ís­fisk­tog­ara HB Granda, Viðey RE, við hátíðlega at­höfn við Reykja­vík­ur­höfn í gær. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sagði Viðey, ásamt syst­ur­skip­um henn­ar, Eng­ey og Ak­ur­ey, mun um­hverf­i­s­vænni en þau skip sem þau leysa af hólmi. Til­komu systr­anna þriggja megi líkja við bylt­ingu.
Viðey leys­ir af hólmi Ottó N. Þor­láks­son sem þjónað hef­ur út­gerðinni í tæp 40 ár, en Eng­ey og Ak­ur­ey komu hingað til lands fyrr á ár­inu frá Céliktrans-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi.
Ísfisk­tog­ar­arn­ir þrír kosta sam­tals um sjö millj­arða króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vil­hjálms Vil­hjálms­son­ar, for­stjóra HB Granda, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.
Vil­hjálm­ur fjallaði í gær um mik­il­vægi end­ur­nýj­un­ar flot­ans fyr­ir fé­lagið auk þess sem hann þakkaði því góða fólki sem einna helst hefði unnið að smíði skips­ins.
Ráðherr­ann óskaði enn frem­ur HB Granda til ham­ingju með Viðey og sagði skipið vera góðan vitn­is­b­urð um þann kraft og sókn­ar­hug sem einn­kenn­ir HB Granda og um leið ís­lensk­an sjáv­ar­út­eg um þess­ar mund­ir.

Mbl.is 23 desember 2017.


Flettingar í dag: 1113
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 721010
Samtals gestir: 53532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:41:47