31.01.2018 19:59

Síldveiðiskipið Kristján EA 390 á málverki.

Ég rakst á þetta fallega málverk af Kristjáni EA 390 um daginn. Listamaðurinn heitir Doddi og hann hefur málað þessa mynd árið 1981, eða fyrir liðlega 37 árum síðan. Gott væri að vita meiri deili á Dodda, en kannski veit einhver hver hann er. Ég var búinn að fjalla um Síldveiðiskipið Kristján EA 390 frá Akureyri 5 október s.l. Læt þær upplýsingar fljóta með hér að neðan.


Síldveiðiskipið Kristján EA 390.                                                            Málverk eftir Dodda 1981.


Kristján EA 390 á síldveiðum.                                                                 (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

        Síldveiðiskipið Kristján EA 390

Kristján EA 390 var smíðaður í Noregi (Stavanger ?) árið 1919. Eik og fura. 67 brl. 80 ha. June Munktell vél. Eigandi var Guðmundur Pétursson útgerðarmaður á Akureyri frá 2 október 1923. Skipið var lengt á Akureyri árið 1937, einnig var sett ný vél, 150 ha. Völund vél. Selt 25 apríl 1952, Sameignarfélaginu Kristjáni á Ólafsfirði, hét Kristján ÓF 26. Ný vél (1953) 330 ha. Gray GM díesel vél. Selt 6 desember 1961, Niðursuðu og hraðfrystihúsi Langeyrar í Súðavíkurhreppi, hét þá Kristján ÍS 125. Skipið rak á land við Langeyri 20 janúar árið 1964 og eyðilagðist.

Flettingar í dag: 761
Gestir í dag: 362
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398526
Samtals gestir: 624720
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 12:30:21