08.02.2018 21:40

Skúli fógeti NK 6.

Vélbáturinn Skúli fógeti NK 6 var smíðaður í Kristiansund í Danmörku árið 1914. Eik. 9 brl. 14 ha. Alpha vél. Eigendur voru Eiríkur Þorleifsson (í Dagsbrún), Sigurður Jónsson og Helgi Bjarnason á Norðfirði frá sama ári. Báturinn bar fyrst skráningarnúmerið SU 366, en þegar Neskaupstaður fær kaupstaðarréttindi árið 1929, fær hann númerið NK 6. Báturinn var seldur 1931, Jóni K Guðmundssyni og fl. í Neskaupstað, hét þá Skúli fógeti NK 6. Ný vél (1931) 20 ha. June Munktell vél. Árið 1932 var sett á bátinn lóðstefni. Seldur 23 des 1938, Óskari Lárussyni útgerðarmanni í Neskaupstað. Ný vél ( 1939) 20 ha. June Munktell vél, samskonar og áður. Seldur 1 desember 1943, Stefáni Ágústssyni og Guðlaugi Ágústssyni á Fáskrúðsfirði, hét Skúli fógeti SU 613. Talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1950.


Skúli fógeti NK 6 á Norðfirði.                                                                         (C) Svanbjörn Stefánsson.
Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 841
Gestir í gær: 220
Samtals flettingar: 1536787
Samtals gestir: 415050
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 08:10:51