18.03.2018 09:23

2220. Svalbakur EA 2. TFCL.

Svalbakur EA 2 var smíðaður hjá Örskov Staalskibswærft A/S í Frederikshavn í Danmörku árið 1989 fyrir National Sea Products á Nýfundnalandi, hét Cape Adair. 1.419 brl. 4.484 ha. MaK 9M453C, 3.332 Kw. Smíðanúmer 171. Selt í apríl 1994, Útgerðarfélagi Akureyringa h/f á Akureyri, hét Svalbakur EA 2. Árið 1997 fær skipið nafnið Svalbakur ROS 810, sami eigandi. Hét Svalbakur ÞH 6 frá árinu 1999 með heimahöfn á Raufarhöfn. Skipið var leigt / selt til Færeyja árið 2000, hét þar Ocean Pride VN 555 og var gert út frá Signaböur á austurströnd Straumeyjar í Færeyjum. Skipið heitir Newfound Pioneer og er gert út frá St. John á Nýfundnalandi í dag.


2220. Svalbakur EA 2 við komuna til Akureyrar 22 apríl 1994.                      (C) Snorri Snorrason.


Cape Adair að verða Svalbakur EA 2 í Halifax.                          (C) Útgerðarfélag Akureyringa hf.


Svalbakur EA 2 sjósettur eftir nafnabreytinguna í Halifax.            (C) Útgerðarfélag Akureyringa hf.

      Mikill fjöldi fólks skoðaði Svalbak EA 2                      Fyrsta skrefið til endurnýjunar stigið

Nýr togari, Svalbakur EA-2, bættist í togaraflota Akureyringa sl. föstudag. Töluverður mannfjöldi hafði safnast saman þegar skipið lagði að. Við komu skipsins sagði stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa hf., Halldór Jónsson bæjarstjóri, m.a.:
"Við stöndum nú á tímamótum. Þau skip sem Útgerðarfélagið hefur keypt á undanförnum árum hafa öll tengst kaupum á veiðiheimildum til að styrkja okkar stöðu og viðhalda möguleikum okkar til að nýta okkar vinnslugetu. En nú er þessu öðru vísi farið. Það er orðið tímabært að hefja markvissa endurnýjun á okkar fiskiskipum sem mörg eru orðin nokkuð gömul. Fyrsta skrefið hefur verið stigið með kaupum á þessu skipi og með því opnast möguleikar á að takast á við ný verkefni.
Svalbakur er smíðaður í Danmörku árið 1989 og er sérstaklega styrktur til siglingar í ís, auk þess að vera vel búinn tækjum og búnaði. Svalbakur er eitt stærsta og fullkomnasta fiskiskip Íslendinga. Þróunin í veiðum er sú að sífellt er sótt lengra og lengra og því nauðsynlegt að aðlaga veiðitækin að þeirri þróun. Með þessu skipi opnast möguleikar til veiða á úthafinu og á rækju. Það er ósk okkar að Svalbakur eigi eftir að færa mikla björg í bú".

Dagur. 26 apríl 1994.


Newfound Pioneer heitir skipið í dag.                                     (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2220. Svalbakur EA 2. Fyrirkomulagsteikning.                                (C) Ægir. 1 júní 1994.

                  Svalbakur EA 2

Nýr skuttogari bottist við flota Akureyringa 22. apríl sl., en þann dag kom Svalbakur EA 2 í fyrsta sinn til heimahafnar. Skuttogari þessi, sem áður hét Cape Adair, er smíðadur árið 1989 fyrir Kanadamenn hjá Qrskov Christensens Staalskibsvorft A/S í Frederikshavn í Danmörku, smíðanúmer 171 hjá stöðinni. Hönnun skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S í Álesund í Noregi. Svalbakur EA er frystitogari með heilfrystilínu og rokjuvinnslulínu. Skipið er storsta skip íslenska fiskiskipaflotans, ívið skrokkstærra en Arnar HU, sem kemur fram í meiri dýpt að þilförum, og þá er aðalvélin sú aflmesta í fiskiskipaflotanum. Skipið var smíðað undir eftirliti Germanischer Lloyd, en fært yfir í Lloyd's Register, og er smíðað í mjög háum ísklassa, og er einnig með flokkun á vaktfrítt vélarúm. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar ákveðnar breytingar á búnaði á vinnsluþilfari. Hinn nýi Svalbakur EA kemur í stað Svalbaks EA 302 (sk.skr.nr. 1352), 781 rúmlesta skuttogara, smíðaður árið 1969, en keyptur til landsins árið 1973. Þess má geta að umræddur togari var flakavinnslutogari, þegar hann var keyptur til landsins, en sá búnaður tekinn úr honum. Jafnframt hverfur úr rekstri frystitogarinn Guðmunda Torfadóttir VE (2191), sem keyptur var til landsins á sl. ári, og lítill trébátur. Svalbakur EA er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipstjóri á skipinu er Kristján Halldórsson og yfirvélstjóri Bergur Bergsson. Framkvomdastjóri útgerðar er Gunnar Ragnars.
Mesta lengd 67.00 m
Lengd milli lóðlína 59.30 m
Breidd (mótuð) 14.00 m
Dýpt að efra þilfari 9.00 m
Dýpt að neðra þilfari 6.20 m
Eigin þyngd 2.067 tonn.
Særými (djúprisra 6.20 m)
3.308 tonna burðargeta (djúprista 6.20 m)
1.241 tonna Lestarrými (undirlest) 1.175 m3
Lestarrými (milliþilfarslest) 145 m3
Brennsluolíugeymar 657.4 m3
Ferskvatnsgeymar 48.0 m3 Stafnhylki (sjókjölfesta) 64.6 m3
Andveltigeymir (brennsluolía) 94.0 m3
Brúttótonnatala 2.291 BT Rúmlestatala 1.419 Brl.
Skipaskrárnúmer 2220.

Ægir. 6 tbl. 1 júní 1994.

Heimild: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 1868056
Samtals gestir: 480283
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 11:22:37