10.04.2018 06:17

1423. Seifur BA 123. TFJZ.

Vélbáturinn Seifur BA 123 var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Básum hf í Hafnarfirði árið 1975 fyrir Jón Steingrímsson á Bíldudal og Jón Gest Sveinbjörnsson á Blönduósi. Eik og fura. 22 brl. 210 ha. Volvo Penta díesel vél. Smíðanúmer 3. Frá 18 september 1975 hét báturinn Seifur HU 2. Seldur 28 ágúst 1978, Jónasi Guðmundssyni í Keflavík og Árna Jónassyni í Garði, hét Seifur KE 22. Seldur 28 desember 1978, Stefáni G Þengilssyni á Svalbarðseyri í Eyjafirði, hét Seifur ÞH 265. Seldur 23 maí 1983, Guðmundi Óskarssyni og Sigurði Óskarssyni á Kópaskeri, sama nafn og númer. Báturinn fær svo nafnið Þorsteinn HF 107, 22 júlí 1983, sömu eigendur. Seldur 23 apríl 1985, Rækjuveri hf á Bíldudal, hét Þröstur BA 48. Ný vél (1985) 235 ha. Volvo Penta díesel vél, 173 Kw. Frá 8 mars 1988 hét báturinn Þröstur BA 480. Seldur 19 janúar 1990, Bjargi hf á Patreksfirði, sama nafn og númer. Seldur 18 janúar 1991, Einari Jónssyni á Patreksfirði, hét Árni Jóns BA 1. Árið 1997 var skráningarnúmeri bátsins breytt í BA 14. Seldur 2004, Fríðu ömmu ehf í Reykjavík, hét Pétur afi SH 374. Seldur 2006, Olgu Hörn Fenger í Reykjavík, hét OM RE 365. Skráður sem skemmtiskip 2007. Seldur 2009, Kristófer Kristóferssyni í Kópavogi, hét Norðurstjarnan KÓ. Árið 2010 er eigandi bátsins Rósir ehf í Vestmannaeyjum. Árið 2011 er nafni bátsins breytt, heitir aftur OM RE 365, sami eigandi en skráður á Þingeyri sem fiskiskip. Frá árinu 2017 heitir báturinn Titanic EA 76, áfram sami eigandi, en báturinn er skráður með heimahöfn á Akureyri. Titanic er núna upp á bryggju við Grandagarð og eigandinn er að gera hann upp þar. Einkar fallegur bátur og ekki annað að sjá en að mikið er eftir í honum enn þó kominn sé vel á fimmtugsaldurinn.

1423. Seifur BA 123 í Hafnarfjarðarhöfn.                                 (C) Kristján Eyfjörð Guðmundsson. 


1423. Norðurstjarnan KÓ í Reykjavíkurhöfn.                  (C) Þórhallur S Gjöveraa. 13 júlí 2014.


1423. Titanic EA 76 í endurbyggingu á Grandagarði.           (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 apríl 2018.


1423. Titanic EA 76.                                                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 apríl 2018.


1423. Titanic EA 76. Örfirisey RE 4 að landa.                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 apríl 2018.


1423. Titanic EA 76 við sólarupprás.                                   (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 apríl 2018.

                Seifur BA 123

Skipasmíðastöðin Básar h.f., sem hefur haft aðsetur í Hafnarfirði, afhenti 31. maí s.l. rúmlega 20 lesta eikarfiskiskip, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 3. Áður hefur stöðin afhent Viðar ÞH 17 (6. tbl. '74) og Haftind HF 123 (18. tbl. '74). Skip þetta er af hefðbundinni gerð með lúkar fremst, fiskilest og vélarúm aftast. Vélarreisn og stýrishús er úr áli. í lúkar eru hvílur fyrir 4 menn og eldunaraðstaða. Fiskilest er með lestarstoðir og skilrúm úr áli, svo og állestargólf. Í vélarúmi eru tveir brennsluolíugeymar, en ferskvatnsgeymir fremst í lest. Aðalvél er Volvo Penta, gerð TMD 100 A, 210 hö við 1800 sn/mín, tengd Twin Disc niðurfærslugír, gerð MG 509, niðurfærsla 2.95:1. Skrúfubúnaður er frá Propulsion, 3ja blaða skrúfa með fastri stigningu, þvermál 990 mm. Framan á aðalvél er aflúttak, Rockford 10" (1:1) fyrir vindudælu. Rafall á aðalvél er frá Alternator h.f., 3.5 KW, 24 V. Hjálparvél er Farymann, gerð 27L14, 8 hö við 3000 sn/mín.
Við vélina er rafall frá Transmotor, 3.6 KW, 24 V. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er Scan Steering, gerð MT 180. Vindur skipsins eru vökvaknúnar (háþrýstikerfi). Togvnda er frá Vélaverkstæði J. Hinriksson, búin tveimur togtromlum (16Omm0 x 700 mm^ x 370 mm) og koppum. Togtromlur eru gefnar upp fyrir 650 faðma af 1%" vír, togátak vindu á miðja tromlu (430 mm**) 1.4 tonn og tilsvarandi vírahraði 80 m/mín. Línuvinda og bómuvinda eru frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f., línuvinda af gerðinni HL 200 og bómuvinda af HB 50 gerð. Þá er skipið búið kraftblökk frá Rapp, gerð 19 R og 7 rafdrifnum Elektra færavindum. Dæla fyrir vindur er Denison TDC 20-11 (tvöföld) drifin af aðalvél um aflúttak. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Furuno, gerð FRS 48, 48 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sjálfstýring: Sharp Skipper. Dýptarmælir: Furuno, gerð FH 600. Fisksjá: Furuno, gerð AD-Scope. Talstöð: Skanti, gerð TRP 2000, 200 W SSB.
Rúmlestatala 22 brl.
Mesta lengd 14.60 m
Lengd milli lóðlína 13.20 m
Breidd (mótuð) 3.94 m
Dýpt (mótuð) 1.70 m
Lestarrými 18 m3
Brennsluolíugeymar 2.0 m3
Ferskvatnsgeymir 0.6 m3
Eigendur Seifs BA eru Jón Steingrímsson, sem jafnfrarnt er skipstjóri, og Jón Gestur Sveinbjörnsson.

Ægir. 11 tbl. 15 júní 1975.


Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1866720
Samtals gestir: 479949
Tölur uppfærðar: 2.6.2020 07:25:46