07.07.2018 09:30

910. Vonin ll VE 113. TFEM.

Vélskipið Vonin ll VE 113 var smíðuð hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1943. Eik. 64 brl. 160 ha. Lister díesel vél. Eigendur voru Guðmundur Vigfússon, Jón Vigfússon og Guðlaugur Vigfússon í Vestmannaeyjum frá vori sama ár. Ný vél (1950) 200 ha. Hundested díesel vél. 26 nóvember 1960 var Von hf í Vestmannaeyjum eigandi skipsins. Ný vél (1963) 240 ha. Kelvin díesel vél. Selt 20 nóvember 1960, Von hf í Gerðahreppi, hét Vonin ll GK 113. Selt 17 september 1973, Von hf á Hellissandi, hét Vonin ll SH 199. Ný vél (1978) 365 ha. Cummins díesel vél. Selt 17 júlí 1978, Von hf á Höfn í Hornafirði, hét Vonin ll SF 5. Selt 10 ágúst 1984, Halldóri Guðmundssyni, Guðmundi R Guðmundssyni og Birgi Guðmundssyni á Drangsnesi, hét Vonin ll ST 6. Selt 16 ágúst 1990, Njáli hf í Gerðahreppi, hét Vonin ll GK 136. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 21 janúar árið 1991.


910. Vonin ll VE 113 í Vestmannaeyjahöfn.                                         Ljósmyndari óþekktur.


Vonin ll VE 113 í smíðum hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja haustið 1942.         Ljósmyndari óþekktur.

               Vonin ll VE 113.

Dráttarbraut Vestmannaeyja h.f., smíðameistari Gunnar Marel Jónsson, er áður kunn að því að framleiða góða báta og vandaða. T.d. m.s. Helga, sem er 115 brúttó smálestir. Nú í vetur um miðja vertíð hljóp af stokkunum og komst brátt í notkun glæsilegur bátur og sérstaklega vandaður, og heitir Vonin VE 113, um 60 brúttó smálestir að stærð. Eigendur eru bræðurnir Guðmundur, Jón og Guðlaugur Vigfússynir frá Holti. Er Guðmundur skipstjórinn og Jón 1. vélstjóri. Hefir bátur þessi stundað togveiði síðan hann komst á flot og aflað ágætlega.

Víðir. 21 júní 1943.


Flettingar í dag: 560
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 767
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 718381
Samtals gestir: 53387
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 15:10:54