05.08.2018 08:24

Seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn.

Ítalska seglskipið Amerigo Vespucci var smíðað hjá Naval Shipyard of Castellammare di Stabia í Napólí á Ítalíu árið 1931 fyrir ítalska flotann sem skólaskip. Stál. 3.360 brl. 2 x 1.824 ha. 12VM33F2 MTU vélar, 2 x 1.360 Kw. Skipið var tekið í notkun 6 júní 1931 og hefur verið í þjónustu flotans síðan ef undanskilin eru ár seinni heimstyrjaldarinnar. Skipið er 101 m. á lengd, 15,5 m. á breidd og djúprista þess er 7,3 m. Segl skipsins eru samtals um 2.650 m2. Í áhöfn skipsins eru um 270 manns. Skipið ber nafn hins fræga Amerigo Vespucci (1454-1512) sem var ítalskur landkönnuður og kortagerðarmaður frá Flórens.Talið er að heimsálfan Amerika dragi nafn sitt af honum. Vespucci tók þátt í nokkrum portúgölskum leiðöngrum til Suður Ameríku á árunum 1499 til 1502. Nokkrar frásagnir af þessum leiðöngrum sem voru eignaðar honum komu út á prenti milli 1502 og 1504 og leiddu til þess að þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemuller kaus að nefna álfuna eftir honum, án þess að Vespucci sjálfur hefði hugmynd um það. Amerigo Vespucci er eitt fallegasta seglskip heims og var það hannað af ítalska sjóliðsforingjanum Francesco Rotundi. Myndirnar hér að neðan tók ég í gær þegar ég skoðaði skipið hátt og lágt eins og hægt var. Sannkölluð "mubla" þarna á ferð.


Ítalska seglskipið Amerigo Vespucci við Ægisgarð í gær.


























Amerigo Vespucci við Ægisgarð í gær.                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 ágúst 2018.

     Seglskipið Amerigo Vespucci

Ítalska seglskipið Amerigo Vespucci sigldi að landi við Ægisgarð í Reykjavík snemma í morgun og verður í höfn fram á mánudagsmorgunn. Skipið er þriggja mastra seglskip sem hefur siglt um heiminn frá árinu 1931 og er talið eitt fallegasta skip heims.
Seglskipið er notað sem kennsluskip fyrir ítalska flotann og er Reykjavíkurhöfn þriðji viðkomustaður skipsins í árlegum þjálfunarleiðangri. Á skipinu starfa 124 liðsforingjar sem hafa verið í þjálfun frá því í byrjun júlí en heildarfjöldi á skipinu er um 450 manns.
Í þessari fyrstu heimsókn skipsins til landsins er landsmönnum boðið að skoða skipið og kynnast litla samfélaginu um borð. Opið verður fyrir almenning á morgun laugardag kl. 11-12:30 og 15-17. Einnig á sunnudag kl. 10-12:30 og 15-21. 

vísir.is 3 ágúst 2018.


Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723730
Samtals gestir: 53713
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:06:32