06.08.2018 11:23

Snorri Sturluson NK 11.

Mótorbáturinn Snorri Sturluson NK 11 var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1915. Eik. 8,62 brl. 14 ha. Alpha vél. Eigandi var Ingvar Pálmason útgerðarmaður og síðar alþingismaður Austfirðinga á Nesi í Norðfirði frá árinu 1916. Báturinn bar skráningarnúmerið SU 380 til ársins 1929, að það varð NK 11. Seldur 23 september 1930, Ólafi Kristjánssyni, Bjarna Þórðarsyni, Árna Einarssyni, Sigurði Bjarnasyni og Valdimar Sigurðssyni í Neskaupstað, hét þá Snorri Sturluson NK 11. Árið 1934 var nafni bátsins breytt, hét þá Snorri NK 11. Ný vél (1940) 40 ha. Rapp vél. Seldur 16 júlí 1945, Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi, hét þá Snorri SU 380. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 janúar árið 1948.


Snorri Sturluson NK 11. Ber raunar nafnið Snorri NK 11 á myndinni.              Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1113
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 1606628
Samtals gestir: 424383
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 05:00:13