15.09.2018 07:43

481. Guðmundur frá Bæ ST 55. TFOS.

Vélbáturinn Guðmundur frá Bæ ST 55 var smíðaður af Haraldi Gunnlaugssyni á Siglufirði árið 1949 fyrir Ríkissjóð Íslands. Eik. 36,45 brl. 135 ha. Alpha díesel vél. Hét fyrst Brynjar ST 47. Seldur 2 nóvember 1951, hf Brynjari á Hólmavík. Ný vél (1956) 200 ha. Alpha díesel vél. Seldur 14 mars 1961, Jóhanni Guðmundssyni á Hólmavík, hét Guðmundur frá Bæ ST 55. Seldur 10 júlí 1970, Erlingi Auðunssyni og Magnúsi V Magnússyni á Suðureyri við Súgandafjörð, hét Brynjar ÍS 61. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 28 nóvember árið 1972.


481. Guðmundur frá Bæ ST 55.                                     (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

          Innlendar skipasmíðar

Voru skipasmíðar með minnsta móti á þessu ári. Lokið var smíði aðeins 3 báta á árinu og var það 14 færri en verið hafði árið 1947, en samanlögð rúmlesta tala þeirra var 111 samanborið við 1.034 rúmlestir á árinu 1947. Voru bátar þessir smíðaðir á eftirtöldum stöðum: Akureyri 2 bátar 74 rúmlestir og Siglufirði 1 bátur 37 rúmlestir. Var hér um að ræða báta, sem smíðaðir voru á vegum ríkissjóðs.

Ægir. 8-9 tbl. 1 ágúst 1949.


Flettingar í dag: 1407
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 817
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 1611252
Samtals gestir: 425167
Tölur uppfærðar: 22.10.2019 08:42:54