14.10.2018 09:36

Togarar við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað.

Á þessari ljósmynd Björns Björnssonar ljósmyndara liggja tveir Nýsköpunartogarar, tvö tog og síldveiðiskip og einn línu og netabátur við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað sumarið 1949. Nokkrum árum áður hafði þessi bryggja verið byggð og batnaði þá öll hafnaraðstaða í bænum til mikilla muna. Sú hafskipabryggja sem notuð var áður, Sigfúsarbryggjan út á eyri var komin til ára sinna, enda byggð árið 1915. Togararnir sem liggja við bryggjuhausinn eru, Hafnarfjarðartogarinn Júlí GK 21, fórst 10 árum síðar á Nýfundnalandsmiðum með allri áhöfn, 30 mönnum. Utan á honum er togari Útgerðarfélags Akureyringa, Kaldbakur EA 1. Í kverkinni er vélbáturinn Draupnir NK 21, smíðaður í Marstrand í Svíþjóð árið 1942. Að innan verðu eru Freyfaxi NK 101, smíðaður í Halsö í Svíþjóð árið 1946 og Hrafnkell NK 100, smíðaður í Spillersboda í Svíþjóð árið 1946.


Þétt legið við innri bæjarbryggjuna á Norðfirði sumarið 1949.                            (C) Björn Björnsson.

     Hafnarbætur í Neskaupstað

Í Neskaupstað var byggð hafskipabryggja. Landbryggjan er samtals 47 metra löng frá jafnhæð í bakka, 8,0 metra breið og tekur þá við bryggjuhaus, sem er sem næst þvert á landbryggjuna, 35 metra langur og 10 metra breiður. Á efstu 38 metrunum er landbryggjan steypt og nær á 1,5 m dýpi við stórstraumsfjöru, en fremstu 9 metrar hennar, svo og bryggjan í haus, er staurabryggja. Utan við landbryggjuna, sambyggt við hana, var byggð uppfylling, og er framveggur hennar við slórstraumsfjöruborð. Kostnaður við þetta verk mun verða kr. 550-600 000.00.

Ægir. 38 árg. 2-4 tbl. 1 febrúar 1945.


Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 1558
Gestir í gær: 541
Samtals flettingar: 1960234
Samtals gestir: 496291
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 04:32:19