28.10.2018 09:40

476. Guðjón Einarsson GK 161. TFZU.

Vélbáturinn Guðjón Einarsson GK 161 var smíðaður í Nyborg í Danmörku árið 1948. Eik. 42 brl. 150 ha. Grenaa díesel vél (1955). Eigendur voru Sigurgeir Guðjónsson og Guðjón Sigurgeirsson í Grindavík frá desember 1955. Hét áður Actinia. Ný vél (1963) 240 ha.Kelvin díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26 apríl árið 1966. Var síðan brenndur stuttu síðar.


476. Guðjón Einarsson GK 161.                                   (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

          Nýr bátur til Grindavíkur

Nýlega bættist nýr bátur í flota Grindvíkinga. Er það sex ára eikarbátur með nýrri vél, sem keyptur er þangað frá Danmörku. Báturinn er 48 lestir að stærð og hefir hlotið nafnið Guðjón Einarsson. Þessi bátur, sem gerður verður út frá Grindavík er búinn ágætum siglingatækjum og þægindum við skipstjórn t.d. er talsími úr stýrishúsi fram í bústað áhafnar.

Tíminn. 16 desember 1955.


Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 688994
Samtals gestir: 51455
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 02:50:56