31.10.2018 16:12

1131. Bjarni Sæmundsson RE 30 að koma til hafnar í dag.

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson kom til hafnar í Reykjavík um hádegið í dag. Tók nokkrar myndir af honum þegar hann kom í hafnarminnið. Fallegt skip Bjarni, en hann er kominn til ára sinna. Skipið var smíðað hjá Schiffbau Gesellschaft í Bremerhaven í V Þýskalandi árið 1970 fyrir Ríkissjóð Íslands. 776 brl. 3 x 600 ha. MAN díeselvélar, 1.800 ha, 1.323 Kw. Nýjar vélar (2003) 3 x Deutz vélar, samtals 2.166 ha, 1.593 Kw. Það var mikil reisn yfir þessum aldna höfðingja þegar hann sigldi inn á Reykjavíkurhöfn í blíðviðrinu í dag.


1131. Bjarni Sæmundsson RE 30 á leið til hafnar í dag.






1131. Bjarni Sæmundsson RE 30. TFEA.                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 31 október 2018.

            Höfum eignazt fullkomið                               hafrannsóknaskip
       "Bjarni Sæmundsson" kominn  

Hingað kom í gær hið nýja hafrannsóknaskip okkar íslendinga "Bjarni Sæmundsson" og hafnaði sig í Reykjavíkurhöfn kl. 5 í gærmorgun. Skipstjóri á hinu nýja skipi er Sæmundur Auðunsson, hinn kunni togaraskipstjóri og lét hann vel af skipinu. Skipið er smíðað hjá fyrirtækinu Unterweser A.G. í Bremerhaven. Það er teiknað af Agnari Norland, skipaverkfræðingi, og umsjón með byggingu þess hafa haft þeir Erlingur Þorkelsson, vélfræðingur og Ingvar Hafllgrímsson, fiskifræðingur, sem sérstaklega hefur annazt það er Iýtur að þeim hlutum skipsins, er verða í umsjá fiskifræðinga. Öll fiskileitartæki, dýptarmælar, loftskeytatæki og talkerfi eru frá A/S Simonsen Radio (Simrad). Ýmis ný tæki eru í þessu skipi, sem ýmist hafa ekki verið sett í íslenzk skip áður eða eru þá alveg ný af nálinni. Fyrst skal þess getið, að í skipinu eru þrjár aflvélar, sem framleiða 380 volta riðstraum, en síðan er honum breytt í jafnstraum fyrir drifvélar skrúfuninar. Straummagnið er í heild 1.800 hestöfl. Í skrúfuvélarnar er hægt að nota 1.400 hestöfl. Sú nýjung er hér viðhöfð að riðstraumnum er breytt með svonefndum "týristorum" í jafnstraum. Ljósnet skipsins er 220 volt. Þá er það ennfremur nýtt í þessu skipi að sérstakt tæki er í því sem heldur stöðugum riða fjölda og stöðugri spennu, þótt orkuálag aukist eða úr því dragi skyndilega. Aflvélar skipsinis eru tvær af Man-gerð og er ganghraði þess 12,5 sjómílur.
Skipið er 776.6 brúttólestir að stærð og 49 metrar milli lóðlína. Vistarverur skipsins eru allar einkar snyrtilegar bæði fyrir skipshöfn og leiðangursmenn. Sú nýbreytni er einnig í þessu skipi að á því er hvorki kjölur né veltikylir. Botninn er ávalur og er það gert til þess að fiskileitartæki og önnur tæki sem hafa sendistöðvar í botni starfi mákvæmar, en þau vilja verða fyrir truflunum af kjölnum í veltingi. Í kjalar stað er sérbyggður veltitankur, sem gegnir sama hlutverki og kjölur og veltikylir, en þar kemur til vatnsmótora í þessum tanki. Skipið er byggt sem skuttogari með vökvadrifinni togvindu og er hún engin smásmíði, því á henni eru 1.300 faðmar af vír. Vindan samanstendur af tveimur tromlum og er hægt að knýja hvora þeirra fyrir sig eða báðar saman. Sérstakur stjórnklefi er fyrir vindurnar af afturþiljum og þar eru einnig vindur fyrir fleiri gerðir af vörpum. Þannig er frá gengið akkerisvindu að nota má hana við hringnótaveiðar og eins ef liggja þarf á miklu dýpi við straummælingar. Er þá hægt að skjóta inn sérstökum vír til lengingar. Sérstakar skrúfur hafa um nokkurt skeið verið notaðar til að auðvelda stjórn skipanna sérstaklega ef snúa þarf þeim við lítið rýrmi, eða halda þeim frá veiðarfærum. Á þessu skipi er Skrúfa á sjálfu stýrinu, sem auðveldar snarvendingu og auk þess er hægt að leggja stýrið 90 gráður í borð, sem er sjaldgæft mjög. Þá er skipið einnig búið bógskrúfu á sénstökum hæl, sem hægt er að renna niður úr botni skipsins að framan og snúa þar í alllar áttir til að auðvelda stjórn skipsins. Skipið mun í dag formlega verða afhent Hafrannsóknarstofnunni.

Morgunblaðið. 18 desember 1970.


Flettingar í dag: 832
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698371
Samtals gestir: 52759
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:33:14