04.04.2019 13:16

Dalvíkurtogararnir að landa afla sínum í Hafnarfjarðarhöfn í morgun.

Skuttogararnir Björgvin EA 311 og Björgúlfur EA 312 frá Dalvík lágu í Hafnarfjarðarhöfn núna í morgun að landa þar. Aflinn fór allur að ég held í gáma og væntanlega sendur norður á Dalvík til vinnslu þar. Ég kíkti inn í einn gáminn sem var nær því fullur af vænum þorski. Þetta eru falleg skip, en þeir mættu alveg splæsa í nokkrar málningardollur fyrir Björgvin. Kominn tími þar á bæ í skveringu.


1937. Björgvin EA 311 og 2892. Björgúlfur EA 312 að landa í Hafnarfjarðarhöfn í morgun.


Björgúlfur EA 312 og Björgvin EA 311. Báturinn í forgrunni er Björgvin SH 500.


                                                                                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 apríl 2019.
Flettingar í dag: 416
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 708
Gestir í gær: 231
Samtals flettingar: 1922794
Samtals gestir: 487652
Tölur uppfærðar: 13.7.2020 15:48:35