26.04.2019 16:15

1834. Neisti HU 5. í Reykjavíkurhöfn.

Vélbáturinn Neisti HU 5 var smíðaður hjá Bátalóni hf í Hafnarfirði árið 1987 fyrir Gunnar Karl Garðarson á Bíldudal, hét þá Jörundur Bjarnason BA 10. 10 brl. 199 ha. Mitsubishi vél, 147 Kw. Seldur 11 apríl 1989, Hafsteini Stefánssyni á Höfn í Hornafirði, hét Jörundur Bjarnason SF 75. Frá 22 maí 1989 er nafn bátsins Jökull SF 75, sami eigandi. Seldur 23 janúar 1991, Daníel Péturssyni, Eðvald Daníelssyni, Ársæli Daníelssyni og Pétri Daníelssyni á Hvammstanga. Neisti HU 5 er gerður út í dag af Sigga afa ehf í Mosfellsbæ, en með heimahöfn á Hvammstanga. Ég tók nokkrar myndir af bátnum á bryggjurölti í góða veðrinu í gær.


Neisti HU 5 í Reykjavíkurhöfn.


Neisti HU 5 á grásleppuveiðar.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 25 apríl 2019.


1834. Jörundur Bjarnason BA 10 sjósettur hjá Bátalóni hf í Hafnarfirði 13 ágúst 1987. (C) Þjóðviljinn.

             Bátalón h/f
  Næg verkefni í raðsmíði

Þetta er þriðji báturinn sem við sjósetjum af þeim bátum sem við höfum í raðsmíði hjá okkur í Bátalóni h/f í Hafnarfirði. Báturinn er 9.8 brúttó-rúmlestir að stærð, samkvæmt gömlu mælingarreglunum, en samkvæmt þeim gömlu væri hann 16 tonn. Kaupverðið með öllum útbúnaði er um 11 milljónir króna, sagði Hjalti Sigfússon, verkstjóri i Bátalóni h/f, í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Hjalta hafa verið gerðir samningar um smíði 11 báta af þessari stærð hjá Bátalóni h/f og auk þess eru þeir með í smíðum 22 tonna bát, sem kemur í stað annars sem dæmdur var í úreldingu. Hann er smíðaður fyrir togveiðar ýmiskonar, svo sem á dragnót, innfjarðarrækju og skelfiskveiðar. Þessi bátur fer ásamt þeim sem sjósettur var í fyrradag til Bíldudals. Þessa stundina hefur skipasmíðastöðin nægileg verkefni út þetta ár og það næsta. Er það óvenjugott miðað við mörg önnur fyrirtæki í skipasmíðaiðnaðinum. Þrátt fyrir næg verkefni veitist erfitt að fá mannskap til vinnu, nema með mjög miklum yfirborgunum. Sagði Hjalti að það væri nú að koma fram sem menn hafa lengi óttast að mjög erfitt reynist að fá réttindamenn í járniðnaði til starfa, þar sem lítið af þeim útskrifaðist um þessar mundir úr iðnskólum landsins. Þá ber einnig nokkuð á því að vélvirkjar, svo dæmi sé tekið, leita í miklum mæli í önnur og þrifalegri störf, sem gefa ekki lakari laun, nema síður sé.

Þjóðviljinn. 14 ágúst 1987.


Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1556
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 1863657
Samtals gestir: 479084
Tölur uppfærðar: 29.5.2020 01:07:34