25.07.2019 20:20

975. Bjartur NK 121 á síldveiðum í Norðursjó.

Vélskipið Bjartur NK 121 stundaði löngum síldveiðar í Norðursjó eins og mörg önnur íslensk síldveiðiskip á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Aðal löndunarstaðir voru þá í Hirtshals og Esbjerg í Danmörku. Einnig komu þau oft við í Leirvík á Hjaltlandseyjum og lönduðu þar og fengið aðra fyrirgreiðslu þar eins og olíu, vatn og kost. Faðir minn heitinn var þar lengi skipverji og man ég það vel þegar hann fór með okkur bræður um borð þegar þeir komu heim. sérstaklega er Gói matsveinn (Sigurjón Jónsson) eftirminnilegur, algert gæðablóð og Doddi Rænku (Þórður Víglundsson) og Ísak Valdimarsson skipstjóri. Allir þessir menn eru fallnir frá, að föður mínum meðtöldum, en þeir eru sterkir í minningunni hjá mér og verða það alltaf.
Bjartur NK 121 var smíðaður hjá V.E.B. Elber Werft í Boizenburg í Austur-Þýskalandi árið 1965. 264,28 brl. 600 ha. Lister vél. Kom nýr til Neskaupstaðar hinn 14 maí sama ár. Skipið var selt í brotajárn á síðasta ári, hét þá Sighvatur GK 57 og hafði þá verið í drift í rúma hálfa öld.


975. Bjartur NK 121 við bryggju á Hjaltlandseyjum.                                                      (C) J. Hugson.

Seldu 524 tonn síldar fyrir 7,1 miljón kr

Ellefu skip seldu síld í Danmörku og Þýzkalandi í síðustu viku. Seldu þau 524 tonn fyrir 7,1 miljón kr. Er meðalverð um kr. 13,50 á kg. Eftirtaldir bátar seldu í Danmörku:
 Gullver NS 67,6 tonn fyrir 658 þúsund kr.,
Ljósfari 46,9 tonn fyrir 572 þúsund kr.,
Súlan 31,2 tonn fyrir 434 þúsund kr.,
Bjartur NK 66,8 tonn fyrir 883 þúsund kr.,
Magnús NK 33,3 tonn fyrir 512 þúsund kr.,
Bára SU 23,1 tonn fyrir 404 þúsund kr.,
Hilmir SU 29,3 tonn fyrir 355 þúsund kr.,
Barðl NK 64,4 tonn fyrir 789 þúsund kr.
Í Þýzkalandi seldu Akurey 68 tonn fyrir 980 þúsund kr.,
  Ísleifur VE 58,6 tonn fyrir 876 þúsund kr.,
Heimir SU 35,2 tonn fyrir 596 þúsund kr.

Þjóðviljinn. 6 október 1970.


Flettingar í dag: 288
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 697827
Samtals gestir: 52750
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:45:36