22.09.2019 09:12

1476. Hjalteyrin EA 306 og 1351. Snæfell EA 310 á leið til Belgíu í brotajárn.

Hinn 19 september s.l. héldu af landi brott í hinsta sinn, skuttogararnir Hjalteyrin EA 306 og Snæfell EA 310 frá Akureyri með stuttri viðkomu á Dalvík. Hjalteyrin hét áður Björgúlfur EA 312 og var fyrst í eigu Útgerðarfélags Dalvíkur hf. Skipið var smíðað hjá Flekkefjord Slipp & Maskin Fabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1977 (skrokkurinn) en síðan klárað hjá Slippstöðinni hf á Akureyri. 424 brl. 2.100 ha. Wichmann vél, 1.546 Kw. Eigandi skipsins var Samherji hf á Akureyri.
Snæfell EA 310 var fyrst í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf hér á landi og hét þá Sléttbakur EA 304. Skipið var smíðað hjá Söviknes Verft A/S í Syvikgrend í Noregi árið 1968, hét fyrst Stella Kristina og var gert út frá Noregi en selt til Færeyja þar sem Útgerðarfélag Akureyringa hf keypti skipið árið 1973. 1.319 bt. 2.996 ha. Bergen vél, 2.205 Kw. Þessa stundina eru skipin á siglingu suðvestur af Hjaltlandseyjum á leið sinni til endastöðvar sinnar í Belgíu. Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sendi mér þessar flottu myndir af skipunum þegar þau héldu af landi brott, út Eyjafjörðinn í síðasta sinn.


Snæfell EA og Hjalteyrin EA við bryggju á Akureyri.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf losar landfestar Hjalteyrinnar.


1351. Snæfell EA 310.


1351. Snæfell EA 310 á leið úr höfn á Akureyri.


1351. Snæfell EA 310 á Eyjafirði.


1476. Hjalteyrin EA 306 og Snæfell EA 310 á leið út Eyjafjörðinn.


1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA 312 á leið út Eyjafjörðinn.


1476. Hjalteyrin í höfn á Dalvík.


Dalvíkingar kveðja sitt gamla og góða skip.


Hjalteyrin kveður Dalvík í síðasta sinn.                 (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson. 19 sept. 2019.


Flettingar í dag: 1094
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720991
Samtals gestir: 53532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:19:21