13.11.2019 17:46

2963. Harðbakur EA 3. TFCV.

Harðbakur EA 3 var smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Vard-Aukra í Noregi árið 2018 fyrir Útgerðarfélag Akureyringa hf á Akureyri. 611 bt. 2x 500 ha. Yanmar 6EY17W hvor, 294 Kw hvor. Skip frá Akureyri hafa borið þetta nafn frá lokum seinna stríðs og ávallt fylgt því gæfa og gifta. Óska áhöfn og útgerð til hamingju með þetta nýja skip. Haukur Sigtryggur Valdimarsson sendi mér nokkrar myndir af skipinu við komuna til heimahafnar í síðustu viku.


2963. Harðbakur EA 3 TFCV við bryggju á Akureyri.


2963. Harðbakur EA 3.


2963. Harðbakur EA 3 á Pollinum á Akureyri.

     Nýr Harðbakur sjósettur í Noregi

Nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa, sem hefur verið í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard-Aukra í Noregi, var sjósettur í dag. Nýji togarinn mun hljóta nafnið Harðbakur og fær skrásetningarnúmerið EA 3. Þetta nafn og númer hafa togarar ÚA áður farsællega borið. Samningur um smíðina var undirritaður í lok nóvember árið 2017. Skipið er hannað af Vard samsteypunni í Noregi í samvinnu við eigendur og er eitt af sjö skipum sem fjórar íslenskar útgerðir tóku sig saman um að láta smíða.
Skipin eru 28,95 metra löng og 12 metrar á breidd og eru smíðuð samkvæmt íslenskum reglum og kröfum flokkunarfélagsins  DNV GL. Áætluð afhending togarans frá Vard-Aukra er um miðjan október og siglir skipið þá til heimahafnar. Þar tekur Slippurinn Akureyri við því og settur verður um borð vinnslubúnaður, sem þar verður smíðaður. Áætlað er að Harðabakur hefji veiðar í byrjun nýs árs. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja.

Vikudagur.is 2 ágúst 2019.


2963. Harðbakur EA 3 á Pollinum.


2963. Harðbakur EA 3.


2963. Harðbakur EA 3.


2963. Harðbakur EA 3.


2963. Harðbakur EA 3 leggst við bryggju.


2963. Harðbakur EA 3 lagstur við bryggju á Akureyri.              (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

     Harðbakur siglir til Akureyrar.

Harðbakur EA 3, hinn nýji togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur verið afhentur eigendum sínum  í Noregi. Í kjölfarið á uppgjöri við Vard-Aukra skipasmíðastöðina var íslenski fáninn dreginn að húni og gert var ráð fyrir að skipið sigli af stað til heimahafnar sl þriðjudag. Áætlað er að siglingin heim taki um þrjá og hálfan sólarhring. Skipstjóri á Harðbak er Hjörtur Valsson og yfirvélstjóri er Friðrik Karlsson. Slippurinn á Akureyri tekur við skipinu þegar heim er komið og settur verður vinnslubúnaður um borð. Stefnt er að Harðabakur hefji veiðar í byrjun nýs árs, segir á vef Samherja. 

Vikudagur.is 7 nóvember 2019.

 


Flettingar í dag: 583
Gestir í dag: 244
Flettingar í gær: 666
Gestir í gær: 196
Samtals flettingar: 1962237
Samtals gestir: 496937
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 15:25:23