21.12.2019 08:04

167. Pétur Sigurðsson RE 331. TFYX.

Vélskipið Pétur Sigurðsson RE 331 var smíðaður í Sagvag í Noregi árið 1960 fyrir Sigurð Pétursson útgerðarmann í Reykjavík. 140 brl. 350 ha. Wichmann vél. Selt 7 júní 1968, Guðmundi Runólfssyni og Birni Ásgeirssyni í Grundarfirði, hét Ásgeir Kristjánsson SH 235. Selt 22 janúar 1974, Þorvaldi Ottóssyni í Reykjavík, hét þá Hafnarnes RE 300. Endurmælt árið 1974, mældist þá 119 brl. Selt 13 ágúst 1979, Hleiðru hf í Hafnarfirði, hét Sigurjón Arnlaugsson HF 210. Ný vél (1983) 700 ha. Cummins vél, 534 Kw. Selt í brotajárn og tekið af skrá 12 júlí árið 1990. Skipinu var síðan sökkt við Þerney á Kollafirði og notað til æfinga fyrir kafara að ég held örugglega.


167. Pétur Sigurðsson RE 331.                              (C) Snorri Snorrason.   Úr safni Atla Michelsen.

            Nýtt 170 lesta stálskip

Dalvík, 27. júlí. 
Nýtt skip kom hingað í dag frá Noregi. Heitir það Pétur Sigurðsson og er eigandi þess Sigurður Pétursson, útgerðarmaður í Reykjavík. Hingað kom skipið til að búast til síldveiða og tók hér nót og önnur tæki um borð. Skipið er byggt; í Sagvág í Noregi, stálskip, 170 lestir. Er það búið öllum fullkomnustu tækjum til siglinga og fiskileitar. Í skipinu er 300 hestafla Wickmann vél og ganghraði þess var rúmar 10 mílur að jafnaði á heimleið. Skipstjóri er Jón Sæmundsson.

Tíminn. 31 júlí 1960.


Pétur Sigurðsson RE með risa síldarkast á síðunni. Búinn að fylla sig og Sigurvon RE 133 er að háfa og fjær bíður Náttfari ÞH 60 eftir að komast að.   Ljósmyndari óþekktur.


Eins og sést á myndinni er Pétur með fullfermi og vel það og Sigurvon RE 133 að háfa og er langt komin með að fylla sig.        Ljósmyndari óþekktur.

     Flotinn í síld á tveimur stöðum                        langt úti í hafi

Síðdegis í gær voru síldveiðiskipin í síld um 135 mílur SSA af Gerpi og voru 9 skip lögð af stað í landi með allt upp í 2500 mál í gærkvöldi. Sjórinn svona langt úti er mun hlýrri en nær landi og það talin ástæðan. Einnig höfðu Norðmenn verið komnir í síld djúpt NA af Langanesi síðdegis í gær og fengið allt upp í 2O00 mál og í gærkvöldi voru nokkur íslenzk skip komin einnig á þær slóðir og byrjuðu að kasta, Þórður Jónasson, Snæfell og Ásbjörn. Voru síldarfréttirnar því miklu betri í gærkvöldi en verið hefur um langan tíma. En langt er í síldina, orðið styðst af syðri miðunum til Færeyja, 90 mílur til Myggenes í Færeyjum. Síldin á nyrðri staðnum var sögð stór og feit. En sú sem veiddist SA af Gerpi blönduð, smá og stór millisíld, en stærri síldin mögur, svo hún verður varla söltuð.
Pétur Sigurðsson RE var lagður af stað í land með fullfermi af syðra veiðisvæðinu í gærkvöldi. Hafði skipið fengið svo stórt kast, að það hafði ekki rúm fyrir það sem var í nótinni og þurfti að fá flutningaskip til að háfa afganginn upp úr henni. Önnur skip, sem kunnugt var að væri á leið inn af þessu veiðisvæði, eru: Oddgeir með 3250 mál, Æskan með 450 mál, Björn Jónsson 800 mál Heimir 500 mál, Reykjaborg 1100, Sigurður Bjarnason 300, Sæfaxi II 1000 og Gunnar 500. Sum skip voru á leið til Eskifjarðar ,en það var í gær brætt með fullum afköstum, enda komu 7000 mál þangað í fyrradag. Önnur voru á leið á aðrar Austfjarðarhafnir og flutningaskip eru fyrir austan. Ágætt veður er á síldarmiðunum.

Morgunblaðið. 9 júlí 1965.


Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723820
Samtals gestir: 53718
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:53:51