10.03.2020 20:35

727. Akurey SF 52. TFEV.

Vélskipið Akurey SF 52 var smíðað í Faaborg í Danmörku árið 1956 fyrir Hauk B Runólfsson og fl. á Höfn í Hornafirði. Eik. 56 brl. 230 ha. Deutz vél. Selt 28 maí 1962, Jóhanni Antoníussyni og Friðrik Jóhannessyni á Fáskrúðsfirði, hét þá Rán SU 58. Selt 26 júlí 1967, Baldri Karlssyni í Þorlákshöfn, hét þá Gissur ÁR 6. Selt 30 nóvember 1970, Sæmundi Jónssyni og fl. í Grindavík, hét Hraunsvík GK 68. Ný vél (1974) 370 ha. Cummins vél. Víkurhraun hf í Grindavík var skráður eigandi skipsins frá 1 mars 1976. Selt 31 ágúst 1988, Samherja hf á Akureyri, hét þá Baldvinsson EA 410. Talinn ónýtur og tekin af skrá 26 janúar árið 1989.


727. Akurey SF 52 nýsmíðaður í Faaborg í Danmörku.                            Ljósmyndari óþekktur.


727. Rán SU 58.                                                         (C) Snorri Snorrason.  Úr safni Atla Michelsen.

Tveir nýir bátar bætast í fiskiflota                         Hornfirðinga

Höfn í Hornafirði í gær.
 Í gær komu hingað til Hornafjarðar þeir tveir nýju bátar frá Danmörku, sem tafizt hafa um skeið vegna ísa og verkfalla. Eru þeir þegar byrjaðir róðra. Bátarnir áttu upphaflega að koma upp úr áramótunum. Þeir heita Akurey og Helgi og eru báðir eins að stærð og gerð, 53 lestir með 230 hestafla dísilvél. Þeir eru búnir öllum venjulegum siglingatækjum. Sími er frá stýrishúsi fram í háseteaklefa. Eigandi Akureyjar er Haukur Runólfsson og fleiri, en eigendur Helga eru Tryggvi Sigurjónsson og Ólafur Runólfsson. Bjarni Runólfsson og Guðjón Jóhannsson sigldu bátunum heim, en þeir voru smíðaðir í Faaborg. Bátarnir fóru þegar út til róðra í dag. Afli báta hér er alltaf góður, og mun Gissur hvíti nú vera búinn að fá um 100 skippund, en það er með hæstu, ef ekki hæsti afli báts á þessari vertíð á landinu. Hornafjarðarbátarnir eru nú orðnir fimm.

Tíminn. 8 apríl 1956.


Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 426
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 2392266
Samtals gestir: 622007
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 13:34:00