02.08.2020 11:02

2962. Vörður ÞH 44. TFID.

Skuttogarinn Vörður ÞH 44 var smíðaður hjá Vard Shipbuilding í Aukra í Noregi árið 2019 fyrir Útgerðarfélagið Gjögur hf í Grenivík. Skrokkur skipsins mun hafa verið smíðaður í Vard skipasmíðastöðinni í Víetnam. 611 bt. 2 x 803 ha. Yanmar 6EY17W, 591 Kw. Skipið er 28,93 m. á lengd, 12 m. á breidd og djúprista er 6,6 m. Vörður er gerður út frá Grindavík en heimahöfn hans er á Grenivík.


2962. Vörður ÞH 44 í höfninni í Keflavík.                                (C) Þórhallur S Gjöveraa.


2962. Vörður ÞH 44 við komuna til Grindavíkur hinn 25 september 2019. (C) Sigurður Bogi Sævarsson.

   Vörður ÞH 44 kominn til Grindavíkur

Til Grinda­vík­ur kom í dag nýr tog­ari, Vörður ÞH 44, sem út­gerðarfyr­ir­tækið Gjög­ur hf. ger­ir út.  Fjöl­menni tók á móti skip­inu og var hátíðarbrag­ur yfir at­höfn­inni.
Gjög­ur hf. er með heim­il­is­festi í Greni­vík en ís­fisk­tog­ar­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafa lengi verið gerðir út frá Grinda­vík. Auk Varðar ÞH er nú verið að smíða annað skip fyr­ir Gjög­ur, Áskel ÞH, sem er vænt­an­legt til lands­ins á næstu vik­um.  Eru þau í hópi sjö syst­ur­skipa sem norsk skipa­smíðastöð smíðar fyr­ir ís­lensk­ar út­gerðir. Tvö eru þegar kom­in til lands­ins.

Skip­stjóri á Verði ÞH er Þor­geir Guðmunds­son.

Mbl.is / 200 mílur. 25 september 2019.






Flettingar í dag: 1112
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 699509
Samtals gestir: 52782
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:11:40