19.12.2020 18:24

Kristján EA 390. LBQJ / TFDI.

Síldveiðiskipið Kristján EA 390 var smíðaður í Noregi árið 1919. Eik og fura. 67 brl. 80 ha. June Munktell vél. Hét áður Högen og var gert út frá Melbo í Noregi. Eigandi var Guðmundur Pétursson útgerðarmaður á Akureyri frá 2 október 1923. Skipið var lengt á Akureyri árið 1937, mældist þá 92 brl, einnig var sett ný vél, 150 ha. Völund vél. Selt 25 apríl 1952, Sameignarfélaginu Kristjáni á Ólafsfirði, hét Kristján ÓF 26. Ný vél (1953) 330 ha. Gray GM díesel vél. Selt 6 desember 1961, Niðursuðu og hraðfrystihúsi Langeyrar í Súðavíkurhreppi, hét þá Kristján ÍS 125. Skipið rak á land við Langeyri 20 janúar árið 1964 og eyðilagðist.


Kristján EA 390 á síldveiðum á Húnaflóa.                                                 (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Kristján EA 390.                                                                                                       (C) Doddi. 1981.

                      Nýtt skip

"Höken" heitir 70 smálesta mótorkútter, sem hingað er kominn frá Melbo í Noregi. Er hann eign Guðmundar Péturssonar útgerðarmanns, nýkeyptur. >Höken« var byggður 1919 og er hið vandaðasta skip, kostaði 150 þús. kr. nýsmíðað, en Guðmundur keypti það nú af banka í Melbo fyrir 30 þús.  Guðmundur á von á öðru skipi bráðlega.

Íslendingur. 22 júní 1923.


Flettingar í dag: 572
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698111
Samtals gestir: 52756
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:08:45