22.08.2021 09:47

604. Draupnir NK 21. TFWN.

Vélbáturinn Draupnir NK 21 var smíðaður í Marstrand í Svíþjóð árið 1942. Eik 46 brl. 150 ha. Bolinder vél. 17,21 x 5,97 x 2,54 m. Hét áður Brattvåg LL 432 og var í eigu Anders Johansen, Axel Berntsson og Johan Berntsson í Åstol í Svíþjóð. Seldur 28 janúar 1946, Ásgeiri Bergssyni, Bergi Eiríkssyni og Hauki Ólafssyni í Neskaupstað, hét þá Draupnir NK 21. Seldur 7 desember 1956, Draupni h/f á Hellissandi, skipið hét Hólmkell SH 137. Ný vél (1957) 300 ha. Cummings díesel vél. Seldur árið 1962, Ingólfi Arnarsyni í Vestmannaeyjum, hét Ingþór VE 75. Ný vél (1964) 320 ha. Caterpillar díesel vél. Báturinn mælist 52 brl frá árinu 1964. Talinn ónýtur árið 1966. Lá við bryggju í Vestmannaeyjum í nokkur ár en var að endingu dreginn út og honum sökkt.

Heimild um bát, eigendur og ljósmynd í Svíþjóð:
Óskar Franz Óskarsson.


Draupnir NK 21 í bóli sínu innan við Neseyrina á Norðfirði. Aftan við Draupni sér í 375. Dröfn NK 31. Dröfn var smíðuð af Bjarna Einarssyni skipasmið á Akureyri árið 1901 fyrir Carl Höepfner kaupmann á Akureyri, hét þá Anna EA 12. Dröfn rak á land í suðvestan stormi á Norðfirði árið 1966 eða 67 og eyðilagðist.   (C) Björn Björnsson.


Draupnir NK 21 á Norðfirði.                                                                    Ljósmyndari óþekktur.


Brattvåg LL 432.                                                                                  (C) Óskar Franz Óskarsson.

    Stór vélbátur keyptur að Sandi

Hingað kom á laugardaginn vélbáturinn Draupnir frá Neskaupstað, en hann hefur verið keyptur hingað í því augnamiði að gera hann út frá Rifi á komandi vertíð. Báturinn er 46 tonn og fyrsti báturinn, sem hingað er fenginn í þessu skyni. Samnefnt hlutafélag á bátinn, en stofnendur þess og aðaleigendur eru Kristófer Snæbjörnsson, Skúli Alexandersson, Ársæll Jónsson og Friðjón Jónsson. Í sumar verður báturinn gerður út á síldveiðar.

Alþýðublaðið. 15 júlí 1954.

 

Flettingar í dag: 941
Gestir í dag: 399
Flettingar í gær: 952
Gestir í gær: 419
Samtals flettingar: 2388412
Samtals gestir: 621436
Tölur uppfærðar: 17.9.2021 18:48:30