22.07.2018 10:25

297. Magnús Marteinsson NK 85. TFRV.

Vélbáturinn Magnús Marteinsson NK 85 var smíðaður hjá Frederikssund Skipsværft A/S í Frederikssund í Danmörku árið 1956. Eik. 64 brl. 265 ha. Alpha díesel vél. Eigandi var Sveinn Magnússon útgerðarmaður í Neskaupstað frá 18 júní sama ár. Kom fyrst til heimahafnar, Neskaupstaðar 24 júní 1956. Seldur 1 október 1960, Hjallanesi hf á Flateyri, hét þá Ásgeir Torfason ÍS 96. Seldur 10 júlí 1970, Benedikt Gunnarssyni á Flateyri, sama nafn og númer. Ný vél (1975) 426 ha. Caterpillar díesel vél, 313 Kw. Sama ár fór fram stórviðgerð á bátnum hjá Skipavík hf í Stykkishólmi. Báturinn var gerður út af Öldu hf á Flateyri árin 1976-78. Seldur 20 febrúar 1978, Sjöfn sf í Grenivík, hét þá Sjöfn ÞH 142. Frá 8 júní 1989 heitir báturinn Sjöfn ll ÞH 264 og eigandi er Hlutafélagið Sjöfn á Grenivík. Seldur 3 apríl 1990, Hlöðum hf á Bakkafirði, hét Sjöfn ll NS 123. Seldur 14 febrúar 1991, Bjargi hf á Bakkafirði, sama nafn og númer. Seldur 23 júlí 1996, Útgerðarfélaginu Hlín í Vestmannaeyjum, hét Surtsey VE 123. Seldur 1997, Mar Tröð ehf í Grindavík, hét Eldhamar GK 13. Seldur 1998, Útgerðarfélaginu Hlín hf í Vestmannaeyjum, hét þá Eldhamar ll GK 139. Árið 2000 er Samábyrgðin hf í Reykjavík eigandi bátsins, hét þá Gullfaxi GK 14. Árið 2002 var báturinn skráður í eigu Kers hf í Reykjavík, sama nafn og númer. Seldur 2003, Jaxlavík ehf í Grindavík, sama nafn og númer. Frá árinu 2004 er báturinn skráður í Hafnarfirði en með heimahöfn í Grindavík. Frá 5 maí 2006 heitir báturinn Gullfaxi GK 147. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 14 mars árið 2008 og rifinn í Grindavík skömmu síðar.


297. Magnús Marteinsson NK 85 með fullfermi af síld á Norðfirði sumarið 1957.    (C) Björn Björnsson.


297. Magnús Marteinsson NK 85 með síldarfarm á Norðfirði sumarið 1958.       (C) Björn Björnsson.


297. Ásgeir Torfason ÍS 96.                                        (C) Snorri Snorrason.  Úr safni Atla Michelsen.


297. Sjöfn ll NS 123.                                                                                             (C) Heimir Hoffritz.

                    Nýr bátur
     Magnús Marteinsson N. K. 85

Enn einn nýr bátur bættist norðfirzka flotanum á sunnudagskvöldið. Þá kom hingað nýbyggður frá Frederiksund í Danmörku v. b. Magnús Marteinsson N. K. 85. Magnús Marteinsson er um 64 smálestir að stærð með 240-265 hestafla Alpha-dísilvél. Ganghraði í reynsluför var 10 mílur. Báturinn er búinn öllum þeim siglingar og öryggistækjum sem nú tíðkast í fiskibátum. Hann er vandaður að sjá og traustbyggður. Eigandi bátsins er Sveinn Magnússon. Skipstjóri verður Víðir sonur Sveins og sigldi hann bátnum heim. Magnús Marteinsson verður á síldveiðum í sumar og er þegar farinn norður. Þetta er fjórði nýbyggði fiskibáturinn, sem flota okkar bætist á sex mánuðum. Austurland óskar eiganda og áhöfn til hamingju með bátinn.

Austurland. 29 júní 1956.


Flettingar í dag: 283
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722469
Samtals gestir: 53631
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 16:30:35