09.12.2018 09:57

B. v. Júní GK 345 og breska orrustuskipið Hood.

Ég rakst á þessi líkön á ferðalagi í sumar sem leið. Annars vegar er það botnvörpungurinn Júní GK 345 frá Hafnarfirði og breska orrustuskipið Hood. Ekki má gleyma líkaninu af vélbátnum Aðalbjörgu RE 5 sem er þarna líka. Veit ekki hvort stærðarhlutföllin eru rétt, en engu að síður er hann gríðarlegur. Júní GK 345 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 sem Ingólfur Arnarson RE 1. Var fyrst í eigu Hauks hf í Reykjavík, en seldur til Færeyja 1922 og hét þar Royndin TG 634. Var svo seldur til Grimsby 1930 og hét þar Daily Telegraph GY 367. Skipið endar svo hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar árið 1934 sem Júní GK 345. Togarinn strandaði við Sauðanes í Önundarfirði 1 desember árið 1948. Mannbjörg. Aðalbjörg RE 5 var smíðuð af Magnúsi Guðmundssyni skipasmíð í Reykjavík árið 1935 fyrir feðgana Sigurð Þorsteinsson og Einar Sigurðsson útgerðarmenn í Reykjavík. 22 br. Aðalbjörgin er ennþá til, var lengi í Árbæjarsafni en var flutt til viðgerðar fyrir allnokkrum árum síðan. Örlög orrustuskipsins Hood, stolts breta, urðu heldur dapurleg. Skipinu var sökkt djúpt VSV af Reykjanesi af þýska bryndrekanum Bismarck 24 maí árið 1941. Það voru aðeins 3 skipverjar sem lifðu af þann hildarleik.


B.v. Júní GK 345 og HMS Hood.                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018. 


B.v. Júní GK 345. Hood í baksýn.                                     (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018.

B.v. Júní GK 345 og Hood.                                               (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018.

Aðalbjörg RE 5 með Hood í baksýn.                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018.

Eins og sést hér, er stærðarmunur skipanna gríðarlegur. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018.

Glæsileg listaverk.                                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 ágúst 2018.


Botnvörpungurinn Júní GK 345.                                                          (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Vélbáturinn Aðalbjörg RE 5.                                     (C) Snorri Snorrason.  Úr safni Atla Michelsen.


Orrustuskipið Hood var smíðað hjá John Brown & Co Ltd í Clydebank í Skotlandi árið 1918. 47.430 tonn fullhlaðið. Skipið heitir í höfuðið á hinum fræga Samuel Hood aðmíráli (1724-1816). Kjölur skipsins var lagður hinn 1 september árið 1916. Var svo hleypt af stokkunum 22 ágúst árið 1918. Tekið í þjónustu breska sjóhersins 15 maí árið 1920. Hood var gjarnan kallað "stolt" breta. Skipið var 860 ft. á lengd, 104 ft. á breidd og djúprista þess var 32 ft. Hood var lengi vel stærsta herskip heims. Skipinu var sökkt af þýska bryndrekanum Bismarck (42.000 tonn) djúpt SVS af Reykjanesi 24 maí árið 1941. Einungis 3 mönnum var bjargað en 1.412 skipverjar fórust með skipinu.
Flettingar í dag: 655
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698194
Samtals gestir: 52756
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:01:54