05.05.2019 16:15

Langöy N - 100 - SO í Reykjavíkurhöfn.

Norski frystitogarinn Langöy N-100-SO var hér í Reykjavíkurhöfn í síðustu viku. Kom hann hingað til lands af Grænlandsmiðum til að skipta um áhöfn og hélt síðan út aftur dagin eftir, sennilega á Grænlandsmið eða á Flæmska hattin. Þeir voru búnir að vera í nokkrar vikur að veiðum við Grænland, aðalega karfa en litið fengið vegna slæms veðurs undanfarið. Ég fór um borð í togarann og ræddi við 2 norska skipverja sem létu vel af dvölinni þar um borð. Þeir sögðust verða þar um borð næstu 5-6 vikurnar í þessu úthaldi. Langöy er smíðaður í Tersan Shipyard í Tyrklandi árið 2013 og er í eigu Prestfjord AS í Sortland í Noregi. Skipið er 3.549 brl. með 6.100 ha Wartsiila vél. Sannarlega glæsilegur frystitogari.


Norski frystitogarinn Langöy N-100-SO við Ægisgarð.         
Langöy N-100-SO við Ægisgarðinn.                               (C) Þórhallur S Gjöveraa. 30 apríl 2019.
Flettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 364
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957460
Samtals gestir: 495477
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:09:10