06.11.2019 12:49

Loftskeytaklefinn og fleira úr b. v. Röðli GK 518.

Það má nú ennþá finna ýmislegt úr gömlu Nýsköpunartogurunum hér á landi. Ég rakst á loftskeytaklefann úr Hafnarfjarðartogaranum Röðli GK 518 á Byggðasafninu í Hafnarfirði um daginn. Það hefði verið betra að eiga einn slíkan togara á safni og hafa allt á sama stað, en því er ekki að fara hér. Vissulega ber að fagna því sem til er enn úr þessum gömlu togurum.
B.v. Röðull GK 518 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1948 fyrir útgerðarfélagið Venus í Hafnarfirði. 680 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Hann var fyrsti Nýsköpunartogarinn sem smíðaður var með bátapall. Röðull var einn af tíu togurum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Beverley, en af stærri gerðinni, hinir voru:

Fylkir RE 161. 677 brl.
Garðar Þorsteinsson GK 3. 677 brl.
Jón forseti RE 108. 675 brl. og
Skúli Magnússon RE 202. 677 brl.

Af minni gerðinnu voru:

Akurey RE 95. 655 brl.
Geir RE 241. 655 brl.
Goðanes NK 105. 655 br.
Hvalfell RE 282. 655 brl. og
Ísborg ÍS 250. 655 brl.

Röðull GK 518 var seldur í brotajárn til Englands og tekinn af íslenskri skipaskrá 6 desember árið 1974.


Nýsköpunartogarinn Röðull GK 518 við komuna til heimahafnar hinn 24 mars árið 1948.  (C) G. Á. 

Loftskeytaklefinn úr Röðli GK.

Loftskeytaklefinn úr Röðli GK.

Kortaborðið.

 
Kaffivél úr Röðli GK.


Björgunarhringur af Röðli GK.                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 20 október 2019.
Flettingar í dag: 745
Gestir í dag: 268
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952307
Samtals gestir: 494580
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:22:57