17.03.2020 13:00

701. Hekla SU 379.

Mótorbáturinn Hekla SU 379 var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1915 fyrir Stefán P Jakobsson útgerðarmann á Fáskrúðsfirði. Fura. 12,85 brl. 15 ha. Alpha vél. Ný vél (1930) 24 ha. Rapp vél. Seldur 1936, Hallsteini Sigurðssyni á Búðum í Fáskrúðsfirði. Seldur 1940, Elintínusi Jónssyni og Birni Gíslasyni á Reyðarfirði. Seldur 1 desember 1943, Garðari Jónssyni á Reyðarfirði, alltaf sama nafn og númer. Ný vél (1944) 50 ha. GM vél. Seldur 12 júlí 1955, Sigurði Halldórssyni (Sigga Hall) útgerðarmanni í Neskaupstað, hét þá Nonni NK 32. Seldur 21 september 1959, Hávarði Bergþórssyni útgerðarmanni í Neskaupstað, sama nafn og númer. Ný vél (1960) 68 ha. Perkins vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1965.


701. Hekla SU 379.                                                                                    Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1763
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957571
Samtals gestir: 495493
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:40:28