13.09.2021 17:46

V.b. Kjartan Ólafsson MB 6. LBDT / TFBI.

Vélbáturinn Kjartan Ólafsson MB 6 var smíðaður í Skagen í Danmörku árið 1916 fyrir Halldór Jónsson á Akranesi. Eik og beyki. 35 brl. 60 ha. Alpha vél. 16,18 x 4,61 x 2,48 m. Báturinn var gerður út frá Sandgerði af Þórði Ásmundssyni og Lofti Loftssyni á árunum 1917-19. Seldur 8 desember 1919, Þórði Ásmundssyni og Bjarna Ólafssyni á Akranesi. Frá árinu 1923 er Þórður einn eigandi bátsins. Ný vél (1928) 70 ha. Delta vél. Báturinn fórst í ofsaveðri á Faxaflóa 14 desember árið 1935 að talið er, með allri áhöfn, 4 mönnum. 26 manns fórust í þessu mikla mannskaðaveðri, bæði á sjó og landi. Mikið tjón varð á Norður og Vesturlandi í óveðri þessu.


V.b. Kjartan Ólafsson MB 6 á Reykjavíkurhöfn.                                    (C) Magnús Ólafsson.

         Engin von lengur um að
 "Kjartan Ólafsson" sje ofansjávar

Leitin að vjelbátnum "Kjartani Ólafssyni" er nú hætt. Barst Slysavarnafjelaginu skeyti frá leitarskipunum um þetta kl. 9 í gærkvöldi. Höfðu skipin þá leitað á öllum þeim slóðum, sem nokkrar líkur voru til að báturinn gæti verið, en leitin reyndist árangurslaus. "Kjartan Ólafsson" fór í róður frá Akranesi á föstudagskvöld. Ætlaði hann að leggja afla sinn á land hjer í bænum. Á bátnum voru eftirtaldir menn:
Jón Ólafsson, skipstjóri, kvæntur maður og átti þrjú börn, sonur hans, Alexander, 17 ára gamall. Georg Sigurðsson, kvæntur og átti 4 börn.
Þorvaldur Einarsson, um tvítugt, ókvæntur, en lætur eftir sig unnustu.
Eigandi bátsins var Þórður Ásmundsson útgerðarmaður á Akranesi.

Morgunblaðið. 18 desember 1935.



Flettingar í dag: 656
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 479
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 723321
Samtals gestir: 53672
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:04:32