03.06.2023 19:49

Sjómannadagurinn.

Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn og megi þeir njóta þess að vera í samvistum við sína nánustu á þessum degi

 

Kappsigling á sjómannadag á Norðfirði.           Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Sjómannadagurinn í Neskaupstað á 7 áratugnum.  Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Reiptog við sundlaugina í Neskaupstað á sjómannadag.  Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Sjómannadagurinn í Neskaupstað snemma á 7 áratugnum. Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Hafrún NK 80 í hópsiglingu á sjómannadaginn.    Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Þráinn NK 70 í hópsiglingu á sjómannadaginn.   Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
 
Hópsigling á Norðfirði, sennilega árið 1977-78. 1278. Bjartur NK 121 í forgrunni. þá kemur 1495. Birtingur NK 119, og þá 1137. Barði NK 120. Fremst er varðskipið Óðinn.  (C) Karl Hjelm.
 

Hópsigling á Norðfirði árið 1986. 226. Beitir NK 123 í félagsskap trillanna. (C) Þórhallur S Gjöveraa.

                                        Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6 júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.

 

 















 


 
Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722508
Samtals gestir: 53631
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:20:36