Færslur: 2015 September

15.09.2015 21:19

Júní GK 345.TFPD.

Júní GK 345.ex Daily Telegraph,ex Royndin,ex Ingólfur Arnarson RE 1.Smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Útgerðarfélagið Hauk í Reykjavík.327 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Hét fyrst Ingólfur Arnarson RE 1.Seldur árið 1922 til Færeyja,hét þar Royndin.Togarinn var seldur til Englands árið 1930,hét þar Daily Telegraph.Árið 1934 eignast Bæjarútgerð Hafnarfjarðar togarann,fær nafnið Júní GK 345.Togarinn strandaði við Sauðanes í Önundarfirði,1 desember 1948.Áhöfninni,27 skipverjum var bjargað um borð í togarana,Ingólf Arnarson RE 201 og Júlí GK 21.Skipið eyðilagðist á strandstað.
   
                                                                                                                               Ljósm:Óþekktur. 

14.09.2015 21:31

Jón Ólafsson RE 279.TFWD.

Jón Ólafsson RE 279.ex Loch Seaforth,smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi fyrir Loch Fishing & Co Ltd í Hull árið 1933.Hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir þetta útgerðarfélag.425 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.154 ft.á lengd (47m).Seldur h/f Alliance í Reykjavík,17 mars árið 1939.Fékk nafnið Jón Ólafsson RE 279.Togarinn fórst á leið frá Englandi til Íslands,23 október 1942,með allri áhöfn,13 mönnum.Talið að togarinn hafi farist af hernaðarvöldum,en það er og verður óstaðfest.                                
 
                                                                                                                      Ljósm: Óþekktur.

13.09.2015 20:38

Hilmir RE 240.TFLC.

Hilmir RE 240.ex T.R.Ferens H 1027.Smíði no 580 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1913 fyrir Pickering & Halding's Steam Fishing Co Ltd í Hull,hét T.R.Ferans H 1027.306 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Fiskveiðahlutafélaginu Hilmi í Reykjavík árið 1919,hét Hilmir RE 240.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Njáli í Reykjavík í apríl 1922,hélt sama nafni hjá þeim.Seldur í desember árið 1941 Fiskiveiðahlutafélaginu Njáli á Bíldudal,sama nafn.Seldur Gunnari Guðjónssyni í Reykjavík í janúar árið 1945,hét Kópanes RE 240.Togarinn var seldur Rituvikar Trawlers í Færeyjum í febrúar 1947,hét Skoraklettur VN 25.Strandaði við Færeyingahöfn á V-Grænlandi,15 maí árið 1955 og eyðilagðist á strandstað.
Ljósmynd: Skafti Guðjónsson.
 

12.09.2015 14:43

Helgafell RE 280.TFXC.

Helgafell RE 280.ex Brimir NK 75 ex Ver GK 3.Smíði no 897 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920.314.brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Var fyrst í eigu Breska flotans,hét Simeon Moon.Seinna sama ár (1920) kaupa Hellyers bræður í Hull togarann,fær nafnið General Rawlinson H 173.Fyrsti eigandi á Íslandi var Fiskveiðahlutafélagið Víðir í Hafnarfirði frá sept 1924.Seldur h/f Ver í Hafnarfirði,4 sept 1931,hét Ver RE 32.Togarinn var seldur Togarafélagi Neskaupstaðar,18 apríl 1936,hét Brimir NK 75.Seldur Skúla Thorarensen kaupmanni í Reykjavík og Helgafelli h/f í Reykjavík,30 júlí 1939.Hét Helgafell RE 280.Seldur í júní 1945,h/f Hrímfaxa í Reykjavík og h/f Sviða í Hafnarfirði,togarinn hét Skinfaxi GK 3.Seldur til Færeyja í ágúst 1947,hét þar Miðafell FD 69.Togarinn var seldur í brotajárn til Antwerpen í Belgíu í október árið 1951.  
                                                                                                      Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.   

11.09.2015 09:54

Haukanes GK 347.TFEC.

Haukanes GK 347.ex Njörður RE 36.Smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Njörð í Reykjavík.341 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Samvinnufélaginu Haukanesi í Hafnarfirði í sept árið 1932,hét Haukanes GK 347.23 júní 1939 var Útvegsbanki Íslands h/f skráður eigandi.Seldur Vífli h/f í Hafnarfirði í október 1940.Togarinn var seldur úr landi í febrúar árið 1952.
                                                                                                 Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

10.09.2015 10:32

Hafstein RE 156.TFND.

Hafstein RE 156.ex Canuck.smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919.313 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Keiptur til landsins árið 1924.Fyrsti eigandi var h/f Græðir á Flateyri frá sept 1925,hét Hafstein ÍS 449.Í janúar 1935 var skráður eigandi,Gnótt h/f á Flateyri.Seldur í mars 1938,Gnótt h/f í Grundarfirði.Seldur í des 1939,h/f Mars í Hafnarfirði,hét Hafstein RE 156.Frá ágúst árið 1944 hét togarinn Hafsteinn GK 363.Seldur í apríl 1945,Vestra h/f í Reykjavík.Seldur nokkrum dögum síðar,Díeselskipi h/f í Reykjavík.Seldur til Færeyja í apríl sama ár.
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

09.09.2015 21:05

Gyllir RE 267.TFWC.Gyllir RE 267. TFWC. Smíðaður í Gestemunde í Þýskalandi fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Sleipni í Reykjavík árið 1926. 369 brl. 800 ha.3 þjöppu og gufuvél. Skipið var selt í maí árið 1932 h/f Kveldúlfi í Reykjavík. Togarinn var seldur Ísfelli h/f á Flateyri í janúar 1952, hét Gyllir BA 261. Hét svo seinna Gyllir ÍS 261. Skipið var selt í brotajárn til útlanda í október 1960.


Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

08.09.2015 22:19

B. v. Gylfi BA 77. LCGQ / TFUC.

Gylfi BA 77. Smíðaður hjá A.G.Seebeck í Geestemunde í Þýskalandi árið 1915 fyrir Defensor í Reykjavík, hét Gylfi RE 235. Smíðanúmer 357. 336 brl. 720 ha. 3 þjöppu gufuvél. Árið 1932 er hann seldur Ólafi Jóhannessyni & Co á Patreksfirði, fær nafnið Gylfi BA 77. Seldur Gylfa h/f á Patreksfirði,árið 1942,sama nafn og númer. Seldur F Bláhamar í Færeyjum árið 1947, hét Gullfinnur. Seldur j.Durhuus, hét Satúrnus hjá þeim. Togarinn fórst í ís við Angmagssalik á Grænlandi, 20 mars árið 1960.
                                                                                                 Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

07.09.2015 23:37

Gulltoppur RE 247.TFGD.

Gulltoppur RE 247.Smíðaður í Kaldnes Mekaniske Verksted íTönsberg í Noregi árið 1928.405 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Fyrsti eigandi var h/f Sleipnir í Reykjavík frá okt 1928.Togarinn var seldur h/f Kveldúlfi í maí árið 1932.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Hængi á Bíldudal í ágúst árið 1944,hét Forseti RE 10.Seldur Forseta h/f í REykjavík,30 mars 1950.Seldur til Færeyja árið 1954,hét þar Tindhólmur VA 115.Seldur í brotajárn árið 1966.
                                                                                                                    Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

06.09.2015 17:11

Gullfoss RE 120.TFAD.

Gullfoss RE 120.ex Gustaf Mayer,smíðaður í Rustringen í Þýskalandi árið 1920.214 brl.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Samvinnuútgerðarfélagið Gullfoss í Reykjavík eignaðist Gustaf Mayer eftir að hann strandaði á Meðallandsfjöru,20 feb 1933.Þeir kaupa togarann á strandstað og ná honum út seinna sama ár nánast óskemmdum.Hét Gullfoss hjá þeim.Í júní 1936 er Landsbanki Íslands orðinn eigandi,seldur 27 júní 1936,Magnúsi Andréssyni í Reykjavík.Togarinn er talinn hafa farist út af Lóndröngum á Snæfellsnesi,28 feb 1941 með allri áhöfn,19 mönnum.
                                                                                                                           Ljósmyndari óþekktur.

05.09.2015 20:44

Geir RE 241.TFED.

Geir RE 241.ex Sialkot.Smíði no,253 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi 1912 fyrir Grant & Little Ltd í Grimsby,hét Sialkot GY 780 hjá þeim.309 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur Útgerðarfélaginu Geir h/f í Reykjavík vorið 1920.Togarinn var seldur 1924 h/f Hrönn í Reykjavík,sama nafn og númer.Seldur til Færeyja í nóv 1946,fær nafnið Vitin þar.Seldur í brotajárn til Rosyth í Skotlandi í feb 1952. 
                                                                                                                                 Ljósmyndari óþekktur.

04.09.2015 23:13

Garðar GK 25.TFCD.

Garðar GK 25.Smíði no 918 hjá Smith's Dock Co Ltd á South Bank í Middelsbrough á Englandi fyrir Einar Þorgilsson & Co í Hafnarfirði árið 1930.462 brl.860 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn sökk eftir árekstur við flutningaskipið Miguel de Larrinaga frá Liverpool,út af vesturströnd Skotlands,21 maí 1943.3 skipverjar fórust en 10 skipverjar björguðust í skipsbátana og þaðan um borð í Miguel de Larrinaga.
                                                                                                                Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

03.09.2015 22:16

Egill Skallagrímsson RE 165.TFJC.

Egill Skallagrímsson RE 165.Smíði no 663 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1916 fyrir h/f Kveldúlf í Reykjavík.308 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Fljótlega eftir að smíði hans lauk var hann tekin í þjónustu Breska sjóhersins,hét þar Iceland.Togarinn kom ekki til landsins fyrr en árið 1919.Selt í maí 1944,Fiskveiðahlutafélaginu Drangey Reykjavík,hét Drangey RE 166.Selt í feb 1945 Engey h/f í Reykjavík.Togarinn var seldur til Svíþjóðar í maí árið 1948.
                                                                                                                Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.   

02.09.2015 22:52

Bragi RE 275.TFGC.

Bragi RE 275.Smíði no.240 hjá Ferguson Shipbuilders í Glasgow í Skotlandi árið 1918.Hét fyrst William Honnor.321 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur árið 1926,R.B.Thomsen í Færeyjum,fær nafnið Grímur Kamban.Seldur aftur til Bretlands og fær sitt gamla nafn,William Honnor og svo seinna Sprayflower.Seldur Geir Thorsteinssyni í Reykjavík árið 1928,fær nafnið Bragi RE 275.Togarinn var sigldur niður af farþegaskipinu Duke of York á legunni við höfnina í Fleetwood á Englandi,30 okt 1940.10 skipverjar fórust en 3 var bjargað um borð í Duke of York.

Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

01.09.2015 23:37

Belgaum RE 153.TFNC.

Belgaum RE 153.Smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1916.337 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Fyrsti eigandi var h/f Belgaum í Reykjavík frá árinu 1919,hét Belgaum RE 161.Seldur 25 júlí 1925 h/f Fylki í Reykjavík,fær skráninguna RE 153.Togarinn var seldur Höfðaborg h/f Höfðakaupstað,16 nóv 1951,hét Höfðaborg HU 10.Selt í brotajárn til útlanda í maí árið 1955.Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.


Flettingar í dag: 643
Gestir í dag: 193
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1956451
Samtals gestir: 495306
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 04:22:16