02.01.2020 21:31

Bátar í höfn í Grindavík á árum áður.

Grindavík hefur um undanfarna áratugi verið uppgangs- og athafnapláss. Ekki samt vegna þess, að jörðin sé gjöful og frjó, því þorpið stendur á malarkambi og ofanvert við það er lítið annað en hraun og auðn. Hins vegar eru fengsæl fiskimið skammt undan og höfn er þar og skipslægi hið ákjósanlegasta frá náttúrunnar hendi, enda þótt innsiglingin sé viðsjárverð og hafi orðið mörgum að fjörtjóni um dagana.þessi sjálfgerða höfn í Grindavík hefur óefað stuðlað að því að þar hefjast snemma á öldum kaupstefnur og verzlunskip leggja þar upp með vörur sínar. Þá voru þar einstakir bæir á stangli, en þorpsmyndun er tiltölulega ný af nálinni til þess að gera eins og annars staðar á Reykjanesskaganum.
Í dag er Grindavík einn af stærstu útgerðarstöðum landsins.


Netabátar í höfn í Grindavík. Á miðri mynd er vélbáturinn Hrafn Sveinbjarnarson ll GK 205, smíðaður í Njarðvík árið 1946. 36 brl. Hét áður Ársæll Sigurðsson GK 320.              Ljósmyndari óþekktur.

             Í Grindavík  

Þið ættuð að koma hingað í brimi, sagði ungur skipstjóri við okkur þegar við komum niður á bryggjuna í Grindavík í fyrrakvöld. Það var norðanátt og dálítill næðingur. Þó risu myndarlegar öldur við nesið utan við hina frægu rennu, en svo er innsiglingin til Grindavíkur oft nefnd. Þessi ungi skipstjóri heitir Dagbjartur Einarsson og hann var að koma niður að skipi föður síns, vélbátnum Ólafi, farsælum báti, sem nokkuð er tekinn að reskjast. Bátur þessi er skýrður eftir Ólafi heitnum Thors, sem svo lengi var þingmaður þeirra Suðurnesjamanna. Dagbjartur kallaði til föður síns, sem stóð uppi á vörubílspallinum og tók á móti fiiskikössunum og tæmdi: - Þið voruð að fá'ann? - Minnstu ekki á það ógrátandi, 5 eða 6 tonn, svaraði faðir hans, en það var svo sem enginn klökkva- eða barlómshreimur í röddinni. Meðan Einar er önnum kafin uppi á bílpallinum tökum við Dagbjart tali. - Já, það er ekki hægt að kvarta yfir vertíðinni hérna í vetur. Þetta hefir verið ágætt.
Að vísu er miklu af aflanum hérna ekið í burtu, nær allur togbátafiskurinn fer til Keflavíkur, Njarðvíkur, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og nokkuð af netafiskinum líka. Héðan hafa róið 50-60 bátar og höfnin hefir oft verið full af bátum í vetur. Þeir hafa komið frá Vestfjörðum og Austfjörðum og öllum stöðum þar á milli. Allir stærri bátarnir eru á netum. Einar stekkur niður af bílnum, þrekvaxinn, veðurbarinn, brosleitur og hlýlegur en hressilegur og rómsterkur, dæmigerður sjómaður. Þegar við spurðum hann að heiti svaraði hann: - Ég er skýrður Einar Jónsson en er Dagbjartsson. - Og aldurinn? - Er módel 1917. - Grindvíkinigur? - Já, og stundað hér sjóinn frá 9 ára aldri. Samtalið verður slitrótt vegna anna sjómannanna, en við komumst að því að Ólafur er keyptur frá Þorlákshöfn og hafði verið þar hið farsælasta skip, er 36 tonn og alltaf gerður út á troll frá því hann kom til Grindavíkur, upphaflega danskbyggður. Þeir eru fjórir á Ólafi, yfirleitt eru þeir þetta 4 til 5 á trollinu. - Ég man bara ekki eftir annarri eins fiskigengd hér á Grindavíkurmiðum, frá því ég fór að stunda sjó, eins og hefir verið á þessari vertíð, síðan Grænlandsfiskurinn kom hérna 1929, segir Einar. - Ég geri ráð fyrir að þetta geri kuldinn í sjónum. Fiskurinn hefir verið lítið við Snæfellsnesið eða á Breiðafirðinum, eins og hann hrekist hingað suður undan kuldanum til að hrygna.
Og hann er ekki allur gotinn enn. Lítill hnokki kemur að bátum og vill fá að fara um borð. Einn sjómannanna tekur hann niður í bátinn og þar stendur stubburinn og horfir á aðfarirnar, alls óhræddur við slorið, þótt varla sé meira en þriggja-fjögurra ára. Þegar hnokkinn er farinn af stað á ný, sé ég að Einar horfir á eftir honum. - Er þetta kanske sonarsonur þinn? - Já. - Sjómannsefni? - Hann ætti að geta orðið það, Grímseyingur í móðurættina! Þar með sjáum við bát nálgast utan við innsiglinguna og við vendum fram á bryggju. Þegar við erum að leggja af stað snarar Einar sér að okkur og segir formálalaust: - Þið verðið að fá í soðið, piltar. Eigið þið ekki konu og krakka og éta þau ekki fisk? Og áður en varir er ljuffengt nýmetið komið í skottið á bílnum. Ég hef tekið eftir því að það er eins og sumir sjómenn geti ekki kvatt mann við bátshlið án þess að bjóða manni í soðið. Úti á bryggjusporði sjáum við hvar Hrafn Sveinbjarnarson siglir inn rennuna, fer þessar köppu setubeygjur og "veltir súðavöngum", þegar fyrst er lagt hart í bak og síðan hart í stjór. Þeir kunna það þessir, þótt það sé eins og að skríða gegnum nálarauga að komast hér inn í höfnina. Um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni hittum við Eyfirðing, sem skipstjóra. Við fréttum raunar ekki af því fyrr en eftir ofurlitla stund. Það er heill hópur í brúnni, og við komumst að því síðar í umræðunum, að þarna eru þrír skipstjórar saman komnir. Raunar slapp einn út áður en við vissum þetta. Vélstjórinn kjaftaði svo mikið að skipstjórinn komst fyrir aftan okkur. Það sem meira var að þetta voru skipstjórarnir á Hröfnunum, Pétur Sæmundsson á Hrafni Sveinbjarnarsyni og Bjarni Þórðarson á Hrafninum öðrum og þessi rauðhærði, sem var af Hrafninum þriðja, slapp með nafnið. Og nú byrjar vélstjórinn aftur: -
Þið segið nefniega svo mikið um háu hlutina á bátunum að það geri stórskaða, jafnvel læknarnir segjast ekki hafa nóg kaup og hlaupa bara úr landi. Og kokkurinn tekur undir. - Já, þetta eru meiri helvítis skrifin um háu hlutina. Við reynum í allri auðmýkt að koma því að, að við getum nú stundum um meðaltalsafla og meðaltalshlut. - Taktu ekkert mark á þeim. Þetta er kokkandskotinn að rífa kjaft. Svona verið þið ekkert að skamma mennina. Þeir eru mínir gestir. Það er skipstjórinn sem tekur orðið. Og auðvitað lendir þetta í snakki og hlátri, allt eins og vera ber. Talað á heiðarlegu sjómannamáli, nokkuð á hærri tónunum og með stærri orðunum. Þarna kann ég vel við mig. Ég heimta kaffi og engar refjar. Og ekki stendur á kokknum. Svo förum við að rabba við þá skipstjórana, Pétur og Bjarna, sem báðir eru ungir menn aldir upp á og við sjóinn, Pétur fyrir norðan en Bjarni hefir róið frá Grindavík í 15 ár. Þeir láta lítið yfir aflanum þennan daginn, en vertíðin hefir verið góð. Hvað framundan er mun ekki fullráðið enn, kannske Pétur veiði fyrir Norðurstjörnuna, Bjarni fer senniiega á troll. Pétur langar ekki norður eftk- á sáMina, til að hadda þar sjó vikum saiman í hríð og hraglanda um hásumar, frekar er það þá Norðursjórinn. Á þessari vertíð hafa landlegur engar verið og sennilega aldrei verið dregið í lakara veðri en í vetur. Þeir eru báðir með net.
Ástæðan er að nú er lagt svo mikið upp úr góðum fiski. Og nú eru Norðmennirnir búnir að finna síldina við Írland. Reykjaborgin var víst að fara í Norðursjóinn. Svo höfum við heyrt í talstöðini að Örfiriseyjan ætli til Ameríku eins og Örninn. Eitthvað að glæðast þar.
Þannig hirðum við fréttirnar upp á stangli. Niðri í matsal liggur harmónikka á borðinu. Það kemur í ljós að það er heil hljómsveit um borð. Kokkurinn gefur okkur kræsingar með kaffinu og við tölum um hvað sjómennirnir fari að gera þegar þeir gerast sjóþreyttir, netagerð, slorið í landi, verkstjórar, vasast eitthvað við útgerðina. - Maður er að verða vitlaus af hávaðanum, segir vélstjórinn. - Búinn að vera nokkuð lengi. Fer sennilega að fara í land. Verði maður eldri í þessu fer maður aldrei í land. Konunni og krökkunum farið að leiðast þetta. Maður er aldrei heima. Ég er líka skemmtilegur maður. Við hlæjum. Víst er hann skemmtilegur maður, skrafhreyfinn og vingjarnlegur. - Þetta hefir gengið vel. Fyrst lentum við á balli og dönsuðurn okkur í stuð. Þannig er rabbað, allt í léttum tón, en alvarlegri undiröldu, eins og gengur í góðu sjólagi. Uppi á bryggju hittum við Björgvin Gunnarsson, skipstjóra á Geirfuglinum. Hann er með næstmestan afla Grindavíkurbátanna. Björgvin er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og þekkir miðin eins og lófann á sér. - Ætli við séum ekki að nálgast 1250 tonn, segir hann, eftir að við höfum spurt ákaflega varfærnislega eftir dembuna í brúnni á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Björgvin segir okkur að hann sé með 5-6 tonn eftir daginn, góður fiskur, þar á meðad 10 kg. ýsa, sú stærsta sem hann man eftir að hafa fiengið eða séð. - Það hefir verið mjög góð afkoma á veiðarfærunum í vetur. Við höfum aðeins tapað einu neti, segir Björgvin og kveður um leið og hann býður okkur í soðið. En nú getum við ekki þegið meira af því tagi. Bátarnir verða að vera komnir snemma að á morgun (30. apríl). Allt verður að vera búið fyrir miðnætti. 1. maí er helgari en jólin. Við verðum líklega að vera komnir inn fyrir klukkan þrjú á morgun. Það má ekki einu sinni jæja, eftir miðnætti, sagði einn skipstjórinn við okkur.
Þar með kveðjum við Grindavíkurhöfn og vonum að þeir dansi sig í lokastuðið á góðu balli 1. maí.

Morgunblaðið. 1 maí 1969.



Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 698954
Samtals gestir: 52775
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:17:42