14.02.2016 09:24

Bátalíkön lll.

Eins og oft áður leita ég í smiðju Hauks Sigtryggs Valdimarssonar á Dalvík um myndefni því þar er af nógu að taka. Að þessu sinni eru það bátalíkön fyrir valinu. Það hefur aldeilis tekið tímann að smíða þessa báta, enda eru þeir hver og einn sannkölluð listaverk.


Narfi EA 671. TFJL. Smíðaður í Danmörku 1911. Eik 83 brl. 232 ha. Allen díesel vél (1941 ). Eigendur voru Guðmundur Jörundsson og Áki Jakobsson á Siglufirði frá mars 1941. Seldur 31 janúar 1951, Sigurði Sigurjónssyni og Ágústi Matthíassyni í Vestmannaeyjum. Hét Þráinn VE 7. Seldur 2 september 1952, Guðvarði Vilmundarsyni í Vestmannaeyjum, hét Vaðgeir VE 7. Seldur í maí 1955 Útnesi h/f í Reykjavík, hét Vaðgeir RE 345. Selt í júní 1956, Jóni Magnússyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Skipið rak á land og eyðilagðist 24 nóvember 1956.


Talisman EA 23. LBHQ. Smíðaður í Englandi 1876. Eik og fura 46 brl. 40 ha. Hein vél frá 1917. Eigandi var Jón Jörgen Christen Havsteen á Akureyri frá maí 1898. Frá árinu 1917 átti Ásgeir Pétursson á Akureyri skipið. 24 mars 1922 strandaði skipið í Kleifavík í Súgandafirði. 8 af áhöfninni fórust en 8 náðu landi. 4 af þeim urðu úti á leið til bæja en 4 björguðust til bæja í Önundarfirði við illan leik.


Þorgeir goði EA 387. Smíðaður á Akureyri 1923. Eik og fura 11 brl. 20 ha. Vesta vél. Eigendur voru Árni Jónsson, Steingrímur Baldvinsson og Gunnar Baldvinsson á Ólafsfirði frá desember 1930. Árið 1936 var sett í bátinn ný vél, 40 ha. June Munktell vél. Seldur í September 1940, Árna Jóhannesi Bæringssyni, Ágústi Halldórssyni og Gísla Snæbjörnssyni á Patreksfirði, báturinn hét Þorgeir goði BA 272. Seldur til Færeyja í janúar 1948.


                                                                           (C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723397
Samtals gestir: 53674
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:43:57