25.07.2016 11:35

B.v. Maí GK 346. LCHP / TFMB.

Maí GK 346 var smíðuð hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920. Smíðanúmer 423. 339 brl. 600 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Fiskiveiðahlutafélagið Ísland í Reykjavík frá maí 1920. Hét þá Maí RE 155. Skipið var selt 12 febrúar 1931, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, fær nafnið Maí GK 346. Talinn ónýtur og seldur til Danmerkur í brotajárn árið 1955. Rifinn í Odense í júlímánuði það ár.


Maí GK 346.                                                                        Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.

Það má geta þess að í upphafi átti að smíða Maí fyrir breska flotann og átti skipið að heita Ephraim Bright, en ekkert varð af því og Íslandsfélagið keypti skipið á smíðatíma þess.
Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 399
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1964029
Samtals gestir: 497393
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 15:09:04