02.12.2016 10:55

Gunnar EA 405. LBDN.

Gufubáturinn Gunnar EA 405 var smíðaður hjá Laksevaag Maskin & Jernskibsbyggeri í Laksevaag í Bergen Noregi árið 1891. Stál og járn. 57 brl. 55 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét áður Rundemanden. Eigandi var Halldór Guðmundsson á Siglufirði frá 2 apríl árið 1924. Seldur 1926, Eggert Jónssyni í Reykjavík. Seldur 1927, h/f Kveldúlfi í Reykjavík. Seldur árið 1930, Árna Böðvarssyni í Vestmannaeyjum. Báturinn var seldur 28 maí 1932, Sigurði Samúelssyni, Kristjáni Sigurgeirssyni, Sigurvin Pálmasyni og Guðmundi Bjarnasyni á Ísafirði, báturinn hét Gunnar ÍS 87. Báturinn var í vöruflutningum við Vestfirði og norður um land til Eyjafjarðar og var á leið frá Hrísey til Ísafjarðar þegar hann fórst út af Húnaflóa 27 ágúst 1933 með allri áhöfn, 5 mönnum.


Gunnar EA 405. (ÍS 87).                                                                              Ljósmyndari óþekktur.

           Gufubáturinn Gunnar ÍS 87 ferst.

Gufubáturinn Gunnar fór héðan þann 23. ágúst með salt til síldarbræðsluverksmiðjunnar í Krossanesi, en síðan tók hann möl í kjalfestu á Litla Árskógssandi vestan Eyjafjarðar. Þar tók hann einnig um 20 smálestir af skreið fyrir fiskimjölsverksmiðju Björgvins Bjarnasonar. Þaðan fór hann til Hríseyjar og bætti við sig einni eða tveimur smálestum skreiðar. Frá Hrísey fór Gunnar svo kl. 11 árdegis, laugardaginn 26. ágúst, og hefir ekkert spurst til hans síðan. Aðfaranótt sunnudagsins hvessti á suðaustan, og varð fárviðri sunnanlands og vestan, en sjómenn segja, að minna hafi orðið úr storminum fyrir Norðurlandi. Þó kvað hafa verið illt í sjó norðurum, því veður var tvíátta um nóttina. Siðari hluta mánudags var farið að óttast um Gunnar, og Slysavarnafélag íslands beðið að hefja eftirgrennslan um, hvort skip hefðu orðið hans vör. En enginn árangur varð að þeim fyrirspurnum. Má því telja víst, að Gunnar hafi farist aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst. Skipveijar voru 5 : Sigurður Matthías Samúelsson, skipstjóri, 32 ára að aldri. Hann var kvongaður og átti 1 barn á þriðja ári. Stýrimaðurinn Kristján Sigurgeirsson var 35 ára gamall. Hann lætur eftir sig unnstu og 2 ung börn. Sigurvin Pálmason I. vélstjóri var 31 árs gamall og lætur eftir sig unuustu og 1 barn á fyrsta ári. Annar vélstjóri á Gunnari var Guðmundur Bjarnason frá Skálavík, 29 ára, ókvæntur. Þessir 4 menn, sem nú voru nefndir, voru allir eigendur Gunnars. Keyptu þeir hann fyrir rúmu ári siðan fyrir 30 Þús kr. Fimmti maðurinn, sem fórst á Gunnari, var Hatsteinn Halldórsson, unglingspiltur um tvítugt. Er mikil eftirsjá að þessum ungu og ötulu sjómönnum, og fráfall þeirra þungbært eftirlifandi ástvinum. Gunnar var 57 smálestir að stærð, og var bæði skip og farmur vátryggt.

Skutull. 11 árg. 35 tbl. 1933.

Flettingar í dag: 817
Gestir í dag: 365
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398582
Samtals gestir: 624723
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 13:15:21